Erlent

Minnsta háþróaða flygildi í heimi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
DelFly Explorer
DelFly Explorer VÍSIR/AFP
Hollenskir vísindamenn hafa hannað minnsta, sjálfstýrða flygildi, eða dróna, í heimi. Smh greinir frá þessu. 

Flygildið kallast DelFly og líkist einna helst drekaflugu og er með innbyggða þrívíddarsýn svokallaða, sem þýðir það að það getur flogið um án nokkurrar utanaðkomandi stýringar og forðast sjálft algjörlega allar hindranir sem á vegi verða.

FlygildiðVÍSIR/AFP
Flygildið vegur einungis tuttugu grömm og er með tvær innbyggðar myndavélar. Það er með blakandi vængslátt og spannar vænghafið 28 cm. Með sérstöku reikniriti væri hægt að nota tækið í ýmis verkefni, til dæmis til leitar í rústum eða byggingum og öðrum svæðum sem erfitt er að komast að. 

Hugmyndina að tækinu átti hópur nemenda í Delf Technical háskólanum í Hollandi fyrir níu árum síðan þegar þeir hönnuðu DelFly I. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×