Fólkið í landinu lætur í sér heyra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2014 19:05 Austurvöllur í dag. VISIR/PJETUR Andrúmsloftið var rafmagnað á Austurvelli í dag en hátt í fjögur þúsund manns var á svæðinu í mótmælaskyni. Mótmælin fóru friðsamlega fram en mikill hávaði var á staðnum. Þónokkur hávaði stafaði af búsáhaldabarningi og fjöldinn allur af fólki tók sér stöðu við öryggisgirðingu sem komið var fyrir framan við Alþingishúsið og barði í. Talsverður fjöldi af lögreglumönnum var á svæðinu, einkennis- og óeinkennisklæddum. Það er nokkuð ljóst að fólk er ósátt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fólk lét í sér heyra hafði þetta að segja:Katrín Júlíusdóttir var meðal mótmælenda á svæðinu og segist hún ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. „Ég er hérna úti til að sýna samstöðu með þeim sem eru hér að mótmæla því að þjóðin fái ekki að taka ákvörðun um framhald viðræðna. Ég er mjög ósátt og þarna er verið að loka einu færu leiðinni til upptöku á nýjum gjaldmiðli fyrir okkur Íslendinga og ég tel það algjöra ósvinnu og mikið skemmdarverk af hálfu ríkisstjórnarinnar.“Soffía Ellý Sigurðardóttir var einnig á meðal mótmælenda. Hún hélt á skilti með slagorðinu „Sigmundur PÚTÍN Gunnlaugsson.“ „Ég er hér vegna þess að ég er gjörsamlega búin að fá leið á brostnum loforðum þeirra manna sem við erum að kjósa í ábyrgðarstöðu í þessu þjóðfélagi. Ég vil kjósa og fá að sjá samninginn og vil fá að taka þátt og vita um hvað málið snýst en ekki láta einhvern segja mér hvað ég eigi að gera.“Benedikt Kristjánsson var fremstur í flokki mótmælenda. Hann vill meira lýðræði og minna einræði. „Minn réttur til að kjósa um áframhaldandi viðræður var tekinn af mér af núverandi ríkisstjórn og ég mótmæli því. Ég tel að hagsmunum Íslands sé borgið innan ESB. Við fáum stöðugri gjaldmiðil og vextir til húsnæðislána eru hagstæðari innan Evrópusambandsins. Ég er Samfylkingarmaður.“Jón Steinþór Valdimarsson, formaður Já Ísland, var einnig á svæðinu. „Við erum hérna til þess að mótmæla því að það sé verið að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Við teljum að það eigi ekki að gera það án þess að spyrja þjóðina. Þetta er stórmál sem varðar langan tíma. Þetta er hafið yfir stjórnmálaflokka og þetta er hafið yfir ríkisstjórnina. Þetta er stórmál. Ég tel að það sé rétt að ganga í ESB en til þess að hægt svara því endanlega þá verðum við að fá að sjá samninginn.“Lúther Steinar Kristjánsson hafði þetta að segja. „Það er alveg hreint enginn vafi í mínum huga að þessir menn sem eru þarna inni á þingi núna að þeir eiga ekkert erindi í stjórnsýslu í lýðræðislandi. Það logar heimsbyggðin útaf fólki sem hagar sér eins og þeir haga sér núna. Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu. Ég er gamall Íslendingur, fæddur 1934 og þessir menn þurfa að finna sér annað að starfa. Ég vill ekki ganga í Evrópusambandið en ég vil að þjóðin fái að njóta þess réttar að fá að kjósa um málið eins og frjáls borið fólk.“ Tengdar fréttir Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40 „Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59 Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Andrúmsloftið var rafmagnað á Austurvelli í dag en hátt í fjögur þúsund manns var á svæðinu í mótmælaskyni. Mótmælin fóru friðsamlega fram en mikill hávaði var á staðnum. Þónokkur hávaði stafaði af búsáhaldabarningi og fjöldinn allur af fólki tók sér stöðu við öryggisgirðingu sem komið var fyrir framan við Alþingishúsið og barði í. Talsverður fjöldi af lögreglumönnum var á svæðinu, einkennis- og óeinkennisklæddum. Það er nokkuð ljóst að fólk er ósátt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fólk lét í sér heyra hafði þetta að segja:Katrín Júlíusdóttir var meðal mótmælenda á svæðinu og segist hún ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. „Ég er hérna úti til að sýna samstöðu með þeim sem eru hér að mótmæla því að þjóðin fái ekki að taka ákvörðun um framhald viðræðna. Ég er mjög ósátt og þarna er verið að loka einu færu leiðinni til upptöku á nýjum gjaldmiðli fyrir okkur Íslendinga og ég tel það algjöra ósvinnu og mikið skemmdarverk af hálfu ríkisstjórnarinnar.“Soffía Ellý Sigurðardóttir var einnig á meðal mótmælenda. Hún hélt á skilti með slagorðinu „Sigmundur PÚTÍN Gunnlaugsson.“ „Ég er hér vegna þess að ég er gjörsamlega búin að fá leið á brostnum loforðum þeirra manna sem við erum að kjósa í ábyrgðarstöðu í þessu þjóðfélagi. Ég vil kjósa og fá að sjá samninginn og vil fá að taka þátt og vita um hvað málið snýst en ekki láta einhvern segja mér hvað ég eigi að gera.“Benedikt Kristjánsson var fremstur í flokki mótmælenda. Hann vill meira lýðræði og minna einræði. „Minn réttur til að kjósa um áframhaldandi viðræður var tekinn af mér af núverandi ríkisstjórn og ég mótmæli því. Ég tel að hagsmunum Íslands sé borgið innan ESB. Við fáum stöðugri gjaldmiðil og vextir til húsnæðislána eru hagstæðari innan Evrópusambandsins. Ég er Samfylkingarmaður.“Jón Steinþór Valdimarsson, formaður Já Ísland, var einnig á svæðinu. „Við erum hérna til þess að mótmæla því að það sé verið að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Við teljum að það eigi ekki að gera það án þess að spyrja þjóðina. Þetta er stórmál sem varðar langan tíma. Þetta er hafið yfir stjórnmálaflokka og þetta er hafið yfir ríkisstjórnina. Þetta er stórmál. Ég tel að það sé rétt að ganga í ESB en til þess að hægt svara því endanlega þá verðum við að fá að sjá samninginn.“Lúther Steinar Kristjánsson hafði þetta að segja. „Það er alveg hreint enginn vafi í mínum huga að þessir menn sem eru þarna inni á þingi núna að þeir eiga ekkert erindi í stjórnsýslu í lýðræðislandi. Það logar heimsbyggðin útaf fólki sem hagar sér eins og þeir haga sér núna. Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu. Ég er gamall Íslendingur, fæddur 1934 og þessir menn þurfa að finna sér annað að starfa. Ég vill ekki ganga í Evrópusambandið en ég vil að þjóðin fái að njóta þess réttar að fá að kjósa um málið eins og frjáls borið fólk.“
Tengdar fréttir Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40 „Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59 Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40
„Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59
Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12
Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43