Fólkið í landinu lætur í sér heyra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2014 19:05 Austurvöllur í dag. VISIR/PJETUR Andrúmsloftið var rafmagnað á Austurvelli í dag en hátt í fjögur þúsund manns var á svæðinu í mótmælaskyni. Mótmælin fóru friðsamlega fram en mikill hávaði var á staðnum. Þónokkur hávaði stafaði af búsáhaldabarningi og fjöldinn allur af fólki tók sér stöðu við öryggisgirðingu sem komið var fyrir framan við Alþingishúsið og barði í. Talsverður fjöldi af lögreglumönnum var á svæðinu, einkennis- og óeinkennisklæddum. Það er nokkuð ljóst að fólk er ósátt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fólk lét í sér heyra hafði þetta að segja:Katrín Júlíusdóttir var meðal mótmælenda á svæðinu og segist hún ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. „Ég er hérna úti til að sýna samstöðu með þeim sem eru hér að mótmæla því að þjóðin fái ekki að taka ákvörðun um framhald viðræðna. Ég er mjög ósátt og þarna er verið að loka einu færu leiðinni til upptöku á nýjum gjaldmiðli fyrir okkur Íslendinga og ég tel það algjöra ósvinnu og mikið skemmdarverk af hálfu ríkisstjórnarinnar.“Soffía Ellý Sigurðardóttir var einnig á meðal mótmælenda. Hún hélt á skilti með slagorðinu „Sigmundur PÚTÍN Gunnlaugsson.“ „Ég er hér vegna þess að ég er gjörsamlega búin að fá leið á brostnum loforðum þeirra manna sem við erum að kjósa í ábyrgðarstöðu í þessu þjóðfélagi. Ég vil kjósa og fá að sjá samninginn og vil fá að taka þátt og vita um hvað málið snýst en ekki láta einhvern segja mér hvað ég eigi að gera.“Benedikt Kristjánsson var fremstur í flokki mótmælenda. Hann vill meira lýðræði og minna einræði. „Minn réttur til að kjósa um áframhaldandi viðræður var tekinn af mér af núverandi ríkisstjórn og ég mótmæli því. Ég tel að hagsmunum Íslands sé borgið innan ESB. Við fáum stöðugri gjaldmiðil og vextir til húsnæðislána eru hagstæðari innan Evrópusambandsins. Ég er Samfylkingarmaður.“Jón Steinþór Valdimarsson, formaður Já Ísland, var einnig á svæðinu. „Við erum hérna til þess að mótmæla því að það sé verið að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Við teljum að það eigi ekki að gera það án þess að spyrja þjóðina. Þetta er stórmál sem varðar langan tíma. Þetta er hafið yfir stjórnmálaflokka og þetta er hafið yfir ríkisstjórnina. Þetta er stórmál. Ég tel að það sé rétt að ganga í ESB en til þess að hægt svara því endanlega þá verðum við að fá að sjá samninginn.“Lúther Steinar Kristjánsson hafði þetta að segja. „Það er alveg hreint enginn vafi í mínum huga að þessir menn sem eru þarna inni á þingi núna að þeir eiga ekkert erindi í stjórnsýslu í lýðræðislandi. Það logar heimsbyggðin útaf fólki sem hagar sér eins og þeir haga sér núna. Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu. Ég er gamall Íslendingur, fæddur 1934 og þessir menn þurfa að finna sér annað að starfa. Ég vill ekki ganga í Evrópusambandið en ég vil að þjóðin fái að njóta þess réttar að fá að kjósa um málið eins og frjáls borið fólk.“ Tengdar fréttir Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40 „Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59 Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Andrúmsloftið var rafmagnað á Austurvelli í dag en hátt í fjögur þúsund manns var á svæðinu í mótmælaskyni. Mótmælin fóru friðsamlega fram en mikill hávaði var á staðnum. Þónokkur hávaði stafaði af búsáhaldabarningi og fjöldinn allur af fólki tók sér stöðu við öryggisgirðingu sem komið var fyrir framan við Alþingishúsið og barði í. Talsverður fjöldi af lögreglumönnum var á svæðinu, einkennis- og óeinkennisklæddum. Það er nokkuð ljóst að fólk er ósátt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fólk lét í sér heyra hafði þetta að segja:Katrín Júlíusdóttir var meðal mótmælenda á svæðinu og segist hún ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. „Ég er hérna úti til að sýna samstöðu með þeim sem eru hér að mótmæla því að þjóðin fái ekki að taka ákvörðun um framhald viðræðna. Ég er mjög ósátt og þarna er verið að loka einu færu leiðinni til upptöku á nýjum gjaldmiðli fyrir okkur Íslendinga og ég tel það algjöra ósvinnu og mikið skemmdarverk af hálfu ríkisstjórnarinnar.“Soffía Ellý Sigurðardóttir var einnig á meðal mótmælenda. Hún hélt á skilti með slagorðinu „Sigmundur PÚTÍN Gunnlaugsson.“ „Ég er hér vegna þess að ég er gjörsamlega búin að fá leið á brostnum loforðum þeirra manna sem við erum að kjósa í ábyrgðarstöðu í þessu þjóðfélagi. Ég vil kjósa og fá að sjá samninginn og vil fá að taka þátt og vita um hvað málið snýst en ekki láta einhvern segja mér hvað ég eigi að gera.“Benedikt Kristjánsson var fremstur í flokki mótmælenda. Hann vill meira lýðræði og minna einræði. „Minn réttur til að kjósa um áframhaldandi viðræður var tekinn af mér af núverandi ríkisstjórn og ég mótmæli því. Ég tel að hagsmunum Íslands sé borgið innan ESB. Við fáum stöðugri gjaldmiðil og vextir til húsnæðislána eru hagstæðari innan Evrópusambandsins. Ég er Samfylkingarmaður.“Jón Steinþór Valdimarsson, formaður Já Ísland, var einnig á svæðinu. „Við erum hérna til þess að mótmæla því að það sé verið að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Við teljum að það eigi ekki að gera það án þess að spyrja þjóðina. Þetta er stórmál sem varðar langan tíma. Þetta er hafið yfir stjórnmálaflokka og þetta er hafið yfir ríkisstjórnina. Þetta er stórmál. Ég tel að það sé rétt að ganga í ESB en til þess að hægt svara því endanlega þá verðum við að fá að sjá samninginn.“Lúther Steinar Kristjánsson hafði þetta að segja. „Það er alveg hreint enginn vafi í mínum huga að þessir menn sem eru þarna inni á þingi núna að þeir eiga ekkert erindi í stjórnsýslu í lýðræðislandi. Það logar heimsbyggðin útaf fólki sem hagar sér eins og þeir haga sér núna. Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu. Ég er gamall Íslendingur, fæddur 1934 og þessir menn þurfa að finna sér annað að starfa. Ég vill ekki ganga í Evrópusambandið en ég vil að þjóðin fái að njóta þess réttar að fá að kjósa um málið eins og frjáls borið fólk.“
Tengdar fréttir Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40 „Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59 Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40
„Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59
Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12
Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43