Fólkið í landinu lætur í sér heyra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2014 19:05 Austurvöllur í dag. VISIR/PJETUR Andrúmsloftið var rafmagnað á Austurvelli í dag en hátt í fjögur þúsund manns var á svæðinu í mótmælaskyni. Mótmælin fóru friðsamlega fram en mikill hávaði var á staðnum. Þónokkur hávaði stafaði af búsáhaldabarningi og fjöldinn allur af fólki tók sér stöðu við öryggisgirðingu sem komið var fyrir framan við Alþingishúsið og barði í. Talsverður fjöldi af lögreglumönnum var á svæðinu, einkennis- og óeinkennisklæddum. Það er nokkuð ljóst að fólk er ósátt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fólk lét í sér heyra hafði þetta að segja:Katrín Júlíusdóttir var meðal mótmælenda á svæðinu og segist hún ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. „Ég er hérna úti til að sýna samstöðu með þeim sem eru hér að mótmæla því að þjóðin fái ekki að taka ákvörðun um framhald viðræðna. Ég er mjög ósátt og þarna er verið að loka einu færu leiðinni til upptöku á nýjum gjaldmiðli fyrir okkur Íslendinga og ég tel það algjöra ósvinnu og mikið skemmdarverk af hálfu ríkisstjórnarinnar.“Soffía Ellý Sigurðardóttir var einnig á meðal mótmælenda. Hún hélt á skilti með slagorðinu „Sigmundur PÚTÍN Gunnlaugsson.“ „Ég er hér vegna þess að ég er gjörsamlega búin að fá leið á brostnum loforðum þeirra manna sem við erum að kjósa í ábyrgðarstöðu í þessu þjóðfélagi. Ég vil kjósa og fá að sjá samninginn og vil fá að taka þátt og vita um hvað málið snýst en ekki láta einhvern segja mér hvað ég eigi að gera.“Benedikt Kristjánsson var fremstur í flokki mótmælenda. Hann vill meira lýðræði og minna einræði. „Minn réttur til að kjósa um áframhaldandi viðræður var tekinn af mér af núverandi ríkisstjórn og ég mótmæli því. Ég tel að hagsmunum Íslands sé borgið innan ESB. Við fáum stöðugri gjaldmiðil og vextir til húsnæðislána eru hagstæðari innan Evrópusambandsins. Ég er Samfylkingarmaður.“Jón Steinþór Valdimarsson, formaður Já Ísland, var einnig á svæðinu. „Við erum hérna til þess að mótmæla því að það sé verið að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Við teljum að það eigi ekki að gera það án þess að spyrja þjóðina. Þetta er stórmál sem varðar langan tíma. Þetta er hafið yfir stjórnmálaflokka og þetta er hafið yfir ríkisstjórnina. Þetta er stórmál. Ég tel að það sé rétt að ganga í ESB en til þess að hægt svara því endanlega þá verðum við að fá að sjá samninginn.“Lúther Steinar Kristjánsson hafði þetta að segja. „Það er alveg hreint enginn vafi í mínum huga að þessir menn sem eru þarna inni á þingi núna að þeir eiga ekkert erindi í stjórnsýslu í lýðræðislandi. Það logar heimsbyggðin útaf fólki sem hagar sér eins og þeir haga sér núna. Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu. Ég er gamall Íslendingur, fæddur 1934 og þessir menn þurfa að finna sér annað að starfa. Ég vill ekki ganga í Evrópusambandið en ég vil að þjóðin fái að njóta þess réttar að fá að kjósa um málið eins og frjáls borið fólk.“ Tengdar fréttir Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40 „Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59 Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Andrúmsloftið var rafmagnað á Austurvelli í dag en hátt í fjögur þúsund manns var á svæðinu í mótmælaskyni. Mótmælin fóru friðsamlega fram en mikill hávaði var á staðnum. Þónokkur hávaði stafaði af búsáhaldabarningi og fjöldinn allur af fólki tók sér stöðu við öryggisgirðingu sem komið var fyrir framan við Alþingishúsið og barði í. Talsverður fjöldi af lögreglumönnum var á svæðinu, einkennis- og óeinkennisklæddum. Það er nokkuð ljóst að fólk er ósátt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fólk lét í sér heyra hafði þetta að segja:Katrín Júlíusdóttir var meðal mótmælenda á svæðinu og segist hún ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. „Ég er hérna úti til að sýna samstöðu með þeim sem eru hér að mótmæla því að þjóðin fái ekki að taka ákvörðun um framhald viðræðna. Ég er mjög ósátt og þarna er verið að loka einu færu leiðinni til upptöku á nýjum gjaldmiðli fyrir okkur Íslendinga og ég tel það algjöra ósvinnu og mikið skemmdarverk af hálfu ríkisstjórnarinnar.“Soffía Ellý Sigurðardóttir var einnig á meðal mótmælenda. Hún hélt á skilti með slagorðinu „Sigmundur PÚTÍN Gunnlaugsson.“ „Ég er hér vegna þess að ég er gjörsamlega búin að fá leið á brostnum loforðum þeirra manna sem við erum að kjósa í ábyrgðarstöðu í þessu þjóðfélagi. Ég vil kjósa og fá að sjá samninginn og vil fá að taka þátt og vita um hvað málið snýst en ekki láta einhvern segja mér hvað ég eigi að gera.“Benedikt Kristjánsson var fremstur í flokki mótmælenda. Hann vill meira lýðræði og minna einræði. „Minn réttur til að kjósa um áframhaldandi viðræður var tekinn af mér af núverandi ríkisstjórn og ég mótmæli því. Ég tel að hagsmunum Íslands sé borgið innan ESB. Við fáum stöðugri gjaldmiðil og vextir til húsnæðislána eru hagstæðari innan Evrópusambandsins. Ég er Samfylkingarmaður.“Jón Steinþór Valdimarsson, formaður Já Ísland, var einnig á svæðinu. „Við erum hérna til þess að mótmæla því að það sé verið að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Við teljum að það eigi ekki að gera það án þess að spyrja þjóðina. Þetta er stórmál sem varðar langan tíma. Þetta er hafið yfir stjórnmálaflokka og þetta er hafið yfir ríkisstjórnina. Þetta er stórmál. Ég tel að það sé rétt að ganga í ESB en til þess að hægt svara því endanlega þá verðum við að fá að sjá samninginn.“Lúther Steinar Kristjánsson hafði þetta að segja. „Það er alveg hreint enginn vafi í mínum huga að þessir menn sem eru þarna inni á þingi núna að þeir eiga ekkert erindi í stjórnsýslu í lýðræðislandi. Það logar heimsbyggðin útaf fólki sem hagar sér eins og þeir haga sér núna. Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu. Ég er gamall Íslendingur, fæddur 1934 og þessir menn þurfa að finna sér annað að starfa. Ég vill ekki ganga í Evrópusambandið en ég vil að þjóðin fái að njóta þess réttar að fá að kjósa um málið eins og frjáls borið fólk.“
Tengdar fréttir Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40 „Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59 Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40
„Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59
Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12
Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent