Erlent

Ballið búið hjá Piers Morgan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Piers Morgan.
Piers Morgan. Vísir/Getty
Bandaríska sjónvarpsfyrirtækið CNN hefur staðfest að spjallþáttur Piers Morgan muni hætta. Áhorf á þáttinn hefur ekki staðið undir væntingum. Guardian greinir frá.

Morgan, sem var á sínum tíma ritstjóri Daily Mirror í Bretlandi, tók við þættinum af Larry King fyrir þremur árum. Morgan fékk hins vegar þau tíðindi frá forseta CNN, Jeff Zucker, að tími væri kominn á þáttinn.

Þáttastjórnandinn hafði getið sér orðspor fyrir herferðir sínar gegn byssueign vestanhafs. Honum var hins vegar kennt um sífellt verra áhorf á þáttinn síðan hann tók við af King.

Morgan er afar virkur á Twitter en hefur ekki tjáð sig um tíðindin enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×