Erlent

Segja hvalveiðimenn hafa reynt að skemma skip Sea Sheperd

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Samtökin Sea Sheperd hafa sent frá sér myndband sem þeir segja að sýni tvö hvalveiðiskip reyna að skemma skipið Bob Barker í gær. Japönsku skipin drógu stálvír á eftir sér sem virðist hafa átt að fara í stýri og skrúfu Bob Barker.

Myndbandið var birt á vef Guardian.

Skipstjóri Bob Barker, Peter Hammerstead, sagðist í talstöð hafa tilkynnt yfirvöldum í Ástralíu og Nýja Sjálands ólögmæta hætti hvalveiðimannanna.

Japönsku hvalveiðimennirnir hafa neitað þessum ásökunum og birtu einnig myndband í dag, sem þeir segja að sýni neyðarblysum skotið frá Bob Barker að japönsku skipi. Þeir héldu því fram að 13 blysum hafi verið skotið að skipi sínu.

Myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×