Hildur Sigurðardóttir segir að leikmenn Snæfells ætli sér sigur í bikarúrslitaleiknum gegn Haukum á morgun.
Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 13.30 en Hildur ræddi við Arnar Björnsson um leikinn.
„Við eru hillur í Hólminum sem eru tilbúnar fyrir fleiri bikara,“ sagði Hildur í léttum dúr.
„Deildin hefur gengið framar vonum. Í haust stefndum við á úrslitakeppnina en nú erum við búnar að vinna deildina þegar fjórar umferðir eru enn eftir.“
„En Haukarnir koma örugglega dýrvitlausir til leiks og það verður hart barist. Þær eru með hörkugóðan Kana en Lele Hardy er sterkari og kraftmeiri en flest allir kvenmenn á landinu.“
„En það eru margir góðir leikmenn í Haukum sem má ekki gleyma.“
Hildur: Hillur í Hólminum fyrir bikara
Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
