Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur samþykkt einróma að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka.
Þetta var samþykkt einróma á fundi sem haldinn var í dag.
Þetta staðfesti Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, við Vísi.
Lögð verður fram þingsályktunartillaga á þingi þar sem þetta verður lagt til. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að styðja þessa tillögu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti þetta fyrr í dag, eins og Vísir hefur greint frá.

