Erlent

Obama hittir Dalai Lama í kortaherberginu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Obama fundaði áður með Dalai Lama árið 2011.
Obama fundaði áður með Dalai Lama árið 2011. vísir/afp
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun hitta Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbeta, í Hvíta húsinu á föstudag.

Kínverjar hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að aflýsa fundinum og fullyrða þeir að hann muni hafa slæm áhrif á samskipti Bandaríkjamanna og Kínverja. Yfirvöld í Kína lýsa Dalai Lama sem aðskilnaðarsinna en sjálfur segist hann aðeins vilja aukna sjálfsstjórn Tíbeta.

Fundir Bandaríkjaforseta fara vanalega fram á skrifstofu hans í Hvíta húsinu en ekki að þessu sinni. Obama mun funda með Dalai Lama í kortaherbergi hússins og er það talið vera til þess að gera minna úr fundinum.

Bandarísk yfirvöld segjast ekki styðja sjálfstæði Tíbeta en hafa nokkrar áhyggjur af mannréttindabrotum í Kína.

Obama hefur áður fundað með Dalai Lama. Það var árið 2011 og vakti það einnig óánægju kínverskra yfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×