Fótbolti

Callejón tryggði Napoli mikilvægan sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gonzalo Higuain sækir að Leandro Castan.
Gonzalo Higuain sækir að Leandro Castan. Vísir/Getty
Liðin í 2. og 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, Napoli og Roma, mættust í kvöld í stórleik helgarinnar á Ítalíu.

Staðan var markalaus í hálfleik, en það lifnaði aðeins yfir leiknum eftir hlé. Gonzalo Higuain komst nálægt því að skora þegar skot hans small í þverslánni, en það var svo Spánverjinn José Callejón sem skoraði eina mark leiksins þegar hann skallaði boltann í slána og inn eftir fyrirgjöf frá Faouzi Ghoulam.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Napoli en liðið er nú aðeins þremur stigum frá Roma í 2. sætinu sem gefur öruggt sæti í Meistaradeild Evrópu.

Titilvonir Roma voru litlar fyrir leikinn og með tapinu, sem var aðeins það annað í deildinni, eru þær líklega að engu orðnar. Liðið er 14 stigum á eftir Juventus, sem vann Fiorentina fyrr í dag, sem hefur leikið leik fleira.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×