Bandarískar björgunarsveitir hafa staðfest að brakið sem fannst fyrr í dag suðvestan við eyjuna Tho Chu hafi ekki tengst týndu malasísku farþegaþotunni á neinn hátt.
Vísir greindi frá því þegar yfirvöld í Víetnam staðfestu að leitarflugvél hefði fundið leifar sem að þau teldu að gætu verið úr annarri flugvél.
Við nánari athugun reyndist brakið ekki tengjast týndu farþegaþotunni.
Enn sem komið er hefur þotan ekki verið fundin.
