Erlent

250 ára gamalt skipsflak fundið

Bjarki Ármannsson skrifar
Mynd tekin við strendur Argentínu.
Mynd tekin við strendur Argentínu. Vísir/AFP
Fornleifafræðingar í Argentínu segjast hafa fundið nákvæma staðsetningu skips sem sökk við strendur landsins árið 1765

Skipið er það elsta af tólf skipum sem fundust við hinn alræmda Hornhöfða, syðsta punkt Suður-Ameríku. Skipið er verslunarskip frá Spáni sem bar nafnið La Purisima Concepcion. Það sökk hinn 10. janúar 1765.

Skipsbrotið ku vera þekkt á þessum slóðum vegna þess að þeir skipverjar sem lifðu af bjuggu með innfæddum í tvo mánuði eftir slysið á meðan þeir gerðu sér nýtt skip.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×