Erlent

Eldur kom upp í þotu

vísir/afp
Eldur kom upp í þotu þegar hún lenti á alþjóða flugvellinum í Katmandú, höfuðborg Nepals í morgun.

Tæplega hundrað og sjötíu farþegar voru um borð og komust þeir allir frá borði. Mikil mildi þykir að ekki fór verr.

Talið er að kviknað hafi í lendingarbúnaði vélarinnar eftir að hjólbarðar vélarinnar sprungu. Þotan er á vegum indverska flugfélagsins IndiGo.

Viðbragðsaðilar á vettvangi slökktu eldinn og hjálpuðu farþegum að komast út um neyðarútganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×