Viðskipti innlent

Færeyingar vilja veiða 206 þúsund tonn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Hlutur Færeyinga af ráðlögðum heildarkvóta af makríl verður um 23 prósent eða 206 þúsund tonn. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta, þar sem einnig segir að Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, hafi staðfest þetta við Fiskenbladet sem kom út í dag.

Sé miðað við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins um heildarkvóta sem er  sé um 895 þúsund tonn er færeyski kvótinn 206 þúsund tonn.

Þá segir Vestergaard einnig að samkomulag í makríldeilunni hafi ekki  strandað á kröfum Færeyinga. Þvert á móti hafi þeir verið í hlutverki sáttasemjara. Að veiðar Íslendinga í grænlenskri lögsögu og sú staðreynd að samningurinn milli Evrópusambandsins og Grænlands tryggi ESB helming grænlenska kvótans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×