Erlent

Ungir menn hýddir fyrir kynhneigð sína

Karl Ólafur skrifar
Banni við samkynhneigð mótmælt í Afríku.
Banni við samkynhneigð mótmælt í Afríku. Mynd/AP
Fjórir ungir menn voru sakfelldir fyrir samkynja mök og hýddir opinberlega í norðanverðri Nígeríu, samkvæmt Al Jazeera.

Karlmennirnir, sem voru á aldrinum 20-22 ára, voru hýddir 15 sinnum hvor. Ofan á það bætist 120$ sekt, en takist þeim ekki að greiða sektina standa þeir frammi fyrir fangelsisvist í eitt ár.

Dorothy Aken'Ova, talsmaður Varnarsamtaka kynferðisréttinda, segir að dómurinn hafi verið ósanngjarn sérlega vegna þess að játning hafi verið pínd út úr mönnunum. Að hennar sögn voru mennirnir látnir leggjast kylliflatir á gólfið þar sem afturendar þeirra voru hýddir með svipu.

Fjölskyldum mannanna var boðin lögfræðiaðstoð en svöruðu neitandi. Fannst þeim skammarlegt að vera bendlaðar við samkynhneigð, en margir strangtrúaðir Nígeríumenn álíta samkynhneigð hið argasta mein, innflutt frá vesturheimi.

Sakmvæmt saría-lögum í nokkrum norður-nígerískum ríkjum geta samkynhneigðir verið dæmdir til dauða. Geta þeir þá ýmist verið grýttir til dauða eða fengið banvæna sprautu. Þessum refsidómi hefur þó aldrei verið framfylgt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×