Stjórnarleiðtogar hafa ekki reynt sættir um ESB Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2014 20:00 Formaður Samfylkingarinnar segir að ef stjórnarflokkarnir standi við þá hótun sína að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án rökstuðnings sé óhjákvæmilegt að standa vörð um rétt þjóðarinnar til að taka ákvörðun um framtíð sína. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki gert neina tilraun til að ná sáttum við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu evrópumálanna á Alþingi eins og samkomulag sem gert var í síðustu viku gerði ráð fyrir. Mikil átök voru á Alþingi í siðustu viku eftir að þingsályktun utanríkisráðherra um slit á viðræðum við evrópusambandið var lögð fram, sem varð til þess að umræða um skýrslu Hagfræðustofnunar um sambandið fór út um víðan völl. Eftir rúmlega þriggja sólarhringa umræður með kvöld- og næturfundum náðist samkomulag um fyrirkomulag umræðunnar á fimmtudag í síðustu viku sem Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins greindi frá og sagði þá jafnframt þetta: „Þá er gert ráð fyrir því að að leitað verði hófanna á næstu dögum, í nefndarviku til að vita hvort hægt sé að reyna að greiða fyrir umræðu málsins eftir því sem kostur er í framhaldinu,“ sagði forseti Alþingis. Síðan er liðin vika og forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa ekkert heyrt frá formönnum stjórnarflokkanna og umræðan um þingsályktun utanríkisráðherra hefst á mánudag. „Ég stóð í þeirri meiningu já, að við ætluðum að setjast niður, formenn flokkanna á Alþingi og reyna að komast að efnislegri sátt um evrópumálin. Reyna að koma þessu í uppbyggilegan og friðsamlegri farveg. Það er vel mögulegt,“ segir Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Ef ekkert samkomulag verði gert megi búast við miklum umræðum. „Þetta er mjög stórt mál og þetta hittir alveg í kvikuna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að halda því til streitu að slíta þessum viðræðum þarf að ræða það. Það er augljóst mál,“ segir Guðmundur. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng, um sé að ræða mjög stóra ákvörðun. „Við höfum auðvitað viljað tefla því fram hvort ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að endurskoða þessa afstöðu sína og reyna að fara einhverja leið sem fleiri geta sætt sig við. Sem aðilar vinnumarkaðrins geta sætt sig við, sem iðnaðurinn og allar atvinnugreinar geta sætt sig við,“ segir Árni Páll. Að öðrum kosti stefni í mikil átök um málið. „Ef hótunin er áfram um það að ljúka þessum aðildarviðræðum án nokkurs efnislegs rökstuðnings og án þess að þjóðin fái að koma að því er óhjákvæmilegt annað en við stöndum vörð um rétt þjóðarinnar í þessu efni, til að taka ákvarðanir um sína framtíð,“ segir Árni Páll Árnason. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að ef stjórnarflokkarnir standi við þá hótun sína að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án rökstuðnings sé óhjákvæmilegt að standa vörð um rétt þjóðarinnar til að taka ákvörðun um framtíð sína. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki gert neina tilraun til að ná sáttum við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu evrópumálanna á Alþingi eins og samkomulag sem gert var í síðustu viku gerði ráð fyrir. Mikil átök voru á Alþingi í siðustu viku eftir að þingsályktun utanríkisráðherra um slit á viðræðum við evrópusambandið var lögð fram, sem varð til þess að umræða um skýrslu Hagfræðustofnunar um sambandið fór út um víðan völl. Eftir rúmlega þriggja sólarhringa umræður með kvöld- og næturfundum náðist samkomulag um fyrirkomulag umræðunnar á fimmtudag í síðustu viku sem Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins greindi frá og sagði þá jafnframt þetta: „Þá er gert ráð fyrir því að að leitað verði hófanna á næstu dögum, í nefndarviku til að vita hvort hægt sé að reyna að greiða fyrir umræðu málsins eftir því sem kostur er í framhaldinu,“ sagði forseti Alþingis. Síðan er liðin vika og forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa ekkert heyrt frá formönnum stjórnarflokkanna og umræðan um þingsályktun utanríkisráðherra hefst á mánudag. „Ég stóð í þeirri meiningu já, að við ætluðum að setjast niður, formenn flokkanna á Alþingi og reyna að komast að efnislegri sátt um evrópumálin. Reyna að koma þessu í uppbyggilegan og friðsamlegri farveg. Það er vel mögulegt,“ segir Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Ef ekkert samkomulag verði gert megi búast við miklum umræðum. „Þetta er mjög stórt mál og þetta hittir alveg í kvikuna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að halda því til streitu að slíta þessum viðræðum þarf að ræða það. Það er augljóst mál,“ segir Guðmundur. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng, um sé að ræða mjög stóra ákvörðun. „Við höfum auðvitað viljað tefla því fram hvort ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að endurskoða þessa afstöðu sína og reyna að fara einhverja leið sem fleiri geta sætt sig við. Sem aðilar vinnumarkaðrins geta sætt sig við, sem iðnaðurinn og allar atvinnugreinar geta sætt sig við,“ segir Árni Páll. Að öðrum kosti stefni í mikil átök um málið. „Ef hótunin er áfram um það að ljúka þessum aðildarviðræðum án nokkurs efnislegs rökstuðnings og án þess að þjóðin fái að koma að því er óhjákvæmilegt annað en við stöndum vörð um rétt þjóðarinnar í þessu efni, til að taka ákvarðanir um sína framtíð,“ segir Árni Páll Árnason.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira