Stjórnarleiðtogar hafa ekki reynt sættir um ESB Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2014 20:00 Formaður Samfylkingarinnar segir að ef stjórnarflokkarnir standi við þá hótun sína að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án rökstuðnings sé óhjákvæmilegt að standa vörð um rétt þjóðarinnar til að taka ákvörðun um framtíð sína. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki gert neina tilraun til að ná sáttum við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu evrópumálanna á Alþingi eins og samkomulag sem gert var í síðustu viku gerði ráð fyrir. Mikil átök voru á Alþingi í siðustu viku eftir að þingsályktun utanríkisráðherra um slit á viðræðum við evrópusambandið var lögð fram, sem varð til þess að umræða um skýrslu Hagfræðustofnunar um sambandið fór út um víðan völl. Eftir rúmlega þriggja sólarhringa umræður með kvöld- og næturfundum náðist samkomulag um fyrirkomulag umræðunnar á fimmtudag í síðustu viku sem Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins greindi frá og sagði þá jafnframt þetta: „Þá er gert ráð fyrir því að að leitað verði hófanna á næstu dögum, í nefndarviku til að vita hvort hægt sé að reyna að greiða fyrir umræðu málsins eftir því sem kostur er í framhaldinu,“ sagði forseti Alþingis. Síðan er liðin vika og forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa ekkert heyrt frá formönnum stjórnarflokkanna og umræðan um þingsályktun utanríkisráðherra hefst á mánudag. „Ég stóð í þeirri meiningu já, að við ætluðum að setjast niður, formenn flokkanna á Alþingi og reyna að komast að efnislegri sátt um evrópumálin. Reyna að koma þessu í uppbyggilegan og friðsamlegri farveg. Það er vel mögulegt,“ segir Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Ef ekkert samkomulag verði gert megi búast við miklum umræðum. „Þetta er mjög stórt mál og þetta hittir alveg í kvikuna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að halda því til streitu að slíta þessum viðræðum þarf að ræða það. Það er augljóst mál,“ segir Guðmundur. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng, um sé að ræða mjög stóra ákvörðun. „Við höfum auðvitað viljað tefla því fram hvort ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að endurskoða þessa afstöðu sína og reyna að fara einhverja leið sem fleiri geta sætt sig við. Sem aðilar vinnumarkaðrins geta sætt sig við, sem iðnaðurinn og allar atvinnugreinar geta sætt sig við,“ segir Árni Páll. Að öðrum kosti stefni í mikil átök um málið. „Ef hótunin er áfram um það að ljúka þessum aðildarviðræðum án nokkurs efnislegs rökstuðnings og án þess að þjóðin fái að koma að því er óhjákvæmilegt annað en við stöndum vörð um rétt þjóðarinnar í þessu efni, til að taka ákvarðanir um sína framtíð,“ segir Árni Páll Árnason. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að ef stjórnarflokkarnir standi við þá hótun sína að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án rökstuðnings sé óhjákvæmilegt að standa vörð um rétt þjóðarinnar til að taka ákvörðun um framtíð sína. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki gert neina tilraun til að ná sáttum við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu evrópumálanna á Alþingi eins og samkomulag sem gert var í síðustu viku gerði ráð fyrir. Mikil átök voru á Alþingi í siðustu viku eftir að þingsályktun utanríkisráðherra um slit á viðræðum við evrópusambandið var lögð fram, sem varð til þess að umræða um skýrslu Hagfræðustofnunar um sambandið fór út um víðan völl. Eftir rúmlega þriggja sólarhringa umræður með kvöld- og næturfundum náðist samkomulag um fyrirkomulag umræðunnar á fimmtudag í síðustu viku sem Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins greindi frá og sagði þá jafnframt þetta: „Þá er gert ráð fyrir því að að leitað verði hófanna á næstu dögum, í nefndarviku til að vita hvort hægt sé að reyna að greiða fyrir umræðu málsins eftir því sem kostur er í framhaldinu,“ sagði forseti Alþingis. Síðan er liðin vika og forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa ekkert heyrt frá formönnum stjórnarflokkanna og umræðan um þingsályktun utanríkisráðherra hefst á mánudag. „Ég stóð í þeirri meiningu já, að við ætluðum að setjast niður, formenn flokkanna á Alþingi og reyna að komast að efnislegri sátt um evrópumálin. Reyna að koma þessu í uppbyggilegan og friðsamlegri farveg. Það er vel mögulegt,“ segir Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Ef ekkert samkomulag verði gert megi búast við miklum umræðum. „Þetta er mjög stórt mál og þetta hittir alveg í kvikuna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að halda því til streitu að slíta þessum viðræðum þarf að ræða það. Það er augljóst mál,“ segir Guðmundur. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng, um sé að ræða mjög stóra ákvörðun. „Við höfum auðvitað viljað tefla því fram hvort ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að endurskoða þessa afstöðu sína og reyna að fara einhverja leið sem fleiri geta sætt sig við. Sem aðilar vinnumarkaðrins geta sætt sig við, sem iðnaðurinn og allar atvinnugreinar geta sætt sig við,“ segir Árni Páll. Að öðrum kosti stefni í mikil átök um málið. „Ef hótunin er áfram um það að ljúka þessum aðildarviðræðum án nokkurs efnislegs rökstuðnings og án þess að þjóðin fái að koma að því er óhjákvæmilegt annað en við stöndum vörð um rétt þjóðarinnar í þessu efni, til að taka ákvarðanir um sína framtíð,“ segir Árni Páll Árnason.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira