Erlent

Svona hafa stríð áhrif á börn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndband sem sýnir hvernig stríð hefur áhrif á líf barna í heiminum.
Myndband sem sýnir hvernig stríð hefur áhrif á líf barna í heiminum. mynd/skjáskot
Barnahjálpasamtökin Save the Children hafa sent frá sér myndband þar sem sjá má hvernig stríð hefur áhrif á líf barna í heiminum.

Samtökin starfa í 120 löndum og meðal annars hér á Íslandi undir nafninu Barnaheill.

Í myndbandinu er farið yfir hvernig líf barna getur breyst á örskotstundu komi til átaka þar sem þau eru búsett.

Í byrjun er sýnt frá venjulegum degi hjá stúlku sem búsett er á Englandi en þegar líður á myndbandið hafa aðstæður hennar breyst gríðarlega.

Myndbandið er nokkuð átakanlegt og má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×