Erlent

Norðmenn reisa minnisvarða í Útey

Karl Ólafur skrifar
Tæp þrjú ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey, og að því tilefni hafa Norðmenn afhjúpað áætlanir um minnisvarða til heiðurs fórnarlamba hörmungarinnar.

Efnt var til hönnunarsamkeppni og hugmynd Jonasar Dahlbergs, sænsks hönnuðar, samþykkt einróma af dómnefnd. Minnisvarðinn krefst stórtækra framkvæmda þar sem hönnun Dahlbergs gengur út á það að skera burt hluta eyjunnar. Þetta skapar djúpa gjá, sem að sögn höfundar táknar „sár eða skurð í sjálfri náttúrunni.“

Nokkurs konar útsýnisrými kæmi til með að standa mótspænis öðrum gjárveggnum þar sem nöfn fórnarlambanna væru grafin í steininn. „Nöfnin verða nógu nálægt til að hægt sé að lesa þau á skýran hátt, en þó ávallt rétt svo úr snertifæri. Skurðurinn er viðurkenning á því sem er og verður ætíð óbætanlegt.“

Minnisvarðinn heiðrar nöfn fórnarlambanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×