Erlent

Leyniskyttur í Kænugarði sagðar á vegum mótmælenda

Samúel Karl Ólason skrifar
Mótmælendur skýla sér fyrir leyniskyttum, sem hingað til hafa verið taldar á vegum lögreglu.
Mótmælendur skýla sér fyrir leyniskyttum, sem hingað til hafa verið taldar á vegum lögreglu. Vísir/AFP
„Það eru nú sífellt sterkari vísbendingar fyrir því að Yanukovich hafi ekki verið á bakvið leyniskytturnar, heldur einhver frá nýju ríkisstjórninni,“ segir Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands í samtali við Catherine Ashton, utanríkisráðherra ESB. Símtali þeirra var lekið á netið fyrir skömmu.

Paet segir að sönnunargögn sýni að jafnt mótmælendur sem lögreglumenn hafi verið skotin af sömu einstaklingunum. Hann segir einnig að hin nýja ríkisstjórn Úkraínu vilji ekki rannsaka atburðina til fullnustu.

Paet segist þó hafa verið að greina Ashton frá sögusögnum sem hann heyrði í Kænugarði, að leyniskyttur frá báðum hliðum hafi skotið fólk. Hann sakar þá sem láku símtalinu um að reyna að koma óorði á nýja ríkisstjórn Úkraínu.

Í myndbandinu hér að neðan, frá Russia Today, er hægt að hlusta á hluta samtalsins og fréttaflutning Russia Today. Þar að neðan má hlusta á símtalið í heild sinni.


Tengdar fréttir

ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands

Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE.

Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði

Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum.

Mótmælendur í Kænugarði endurskipuleggja sig

Loft var lævi blandið í höfuðborg Úkraínu í morgun, en í gær sló mótmælendum og lögreglu saman með þeim afleiðingum að tugir manna létust og fjöldi manna særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×