Red Bull er með góðan bíl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. mars 2014 10:00 Jenson Button. vísir/getty Jenson Button, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður McLaren-liðsins, segir að Red Bull-bíllinn sé góður. Hann segir Red Bull hafa sýnt það á æfingum að bíllinn sé vel hannaður. RB-10 bíllinn hefur mikið grip í beygjum samkvæmt Button. Eftir að hafa elt Daniel Ricciardo, ökumann Red Bull, nokkra hringi er hann sannfærður um ágæti bílsins. Ricciardo komst ekki fram úr á beinu köflum brautarinnar. Það var í beygju ellefu í Bahrain sem Ricciardo tókst loks að aka fram úr McLaren bíl Button. Ricciardo tók þá ytri aksturslínuna og hafði töluvert meira grip í beygjunni sem er háhraða vinstri beygja. Button segist sannfærður um að Red Bull verði aftur meðal fremstu liða þegar Renault hefur leyst vélavanda sinn. Dr. Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull segir hins vegar að liðið sé alls ekki tilbúið í keppnina í Ástralíu. Hann viðurkennir að liðið sé um 2 mánuðum á eftir áætlun með þróun bílsins. Hann hefur alvarlegar áhyggjur af getu bílsins og vélarinnar. Fyrsta æfingin fyrir ástralska kappaksturinn fer fram 14. mars. Keppnin fer svo fram þann 16. mars. Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður McLaren-liðsins, segir að Red Bull-bíllinn sé góður. Hann segir Red Bull hafa sýnt það á æfingum að bíllinn sé vel hannaður. RB-10 bíllinn hefur mikið grip í beygjum samkvæmt Button. Eftir að hafa elt Daniel Ricciardo, ökumann Red Bull, nokkra hringi er hann sannfærður um ágæti bílsins. Ricciardo komst ekki fram úr á beinu köflum brautarinnar. Það var í beygju ellefu í Bahrain sem Ricciardo tókst loks að aka fram úr McLaren bíl Button. Ricciardo tók þá ytri aksturslínuna og hafði töluvert meira grip í beygjunni sem er háhraða vinstri beygja. Button segist sannfærður um að Red Bull verði aftur meðal fremstu liða þegar Renault hefur leyst vélavanda sinn. Dr. Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull segir hins vegar að liðið sé alls ekki tilbúið í keppnina í Ástralíu. Hann viðurkennir að liðið sé um 2 mánuðum á eftir áætlun með þróun bílsins. Hann hefur alvarlegar áhyggjur af getu bílsins og vélarinnar. Fyrsta æfingin fyrir ástralska kappaksturinn fer fram 14. mars. Keppnin fer svo fram þann 16. mars.
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira