Erlent

John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“

Haukur Viðar Alfreðssoin skrifar
Kerry á blaðamannafundi í sendiráði Bandaríkjanna í Kænugarði í dag.
Kerry á blaðamannafundi í sendiráði Bandaríkjanna í Kænugarði í dag. vísir/afp
Bandaríkjamenn saka Rússa um að leita að ástæðu til þess að ráðast inn í Úkraínu. Þetta voru orð Johns Kerry utanríkisráðherra á blaðamannafundi í sendiráði Bandaríkjanna í Kænugarði í dag.

Kerry fordæmdi aðgerðir Rússa á Krímskaga og hvatti til þess að hersveitir þeirra yrðu dregnar til baka. Þá sagði hann Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina.

Barack Obama Bandaríkjaforseti tók undir orð utanríkisráðherrans í ávarpi í dag. Hann sagði Rússa ekki vera að gæta hagsmuna rússneskra þegna á skaganum.

Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði á blaðamannafundi í dag að hagsmunir rússneskumælandi Úkraínumanna yrðu varðir með öllum tiltækum ráðum. Þá sagði hann að uppreisnin í Úkraínu væri brot á stjórnarskrá landsins og bæri öll merki vopnaðs valdaráns.

Kerry vottaði hinum látnu í Kænugarði virðingu sína.vísir/afp

Tengdar fréttir

ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands

Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE.

Rússar sakaðir um innrás á Krímskaga

Rússar segjast sjálfir vera að gæta öryggis. Vopnaðir heimavarnarliðar á Krímskaga segjast óttast innrás fasista frá Kænugarði.

Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu

Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu.

Allt á suðupunkti á Krímskaga

Sergí Kúnítsjín, fulltrúi Olexander Túrtsjínov, forseta Úkraínu á Krímskaga, hefur sagt í fjölmiðlum að þrettán rússneskar flutningaflugvélar hafi í lent á herflugvelli í grennd við borgina Simferopol í kvöld.

Varað við ferðalögum til Úkraínu

Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Úkraínu og er þeim alfarið ráðlagt gegn ferðum til Krímskaga.

Rússneskir hermenn sitja um herstöð

Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga."

Algjört óvissuástand á Krímskaga

Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum.

Krefjast friðsamlegra lausna í Úkraínu

Íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×