Innlent

Fjölskylda greiðir hálfan milljarð fyrir 26 milljóna lán

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vilhjálmur Bjarnason, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Vilhjálmur Bjarnason, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. MYND/VILHJÁLMUR BJARNASON
Íslensk fjölskylda sem tekur 26 milljóna króna húsnæðislán er krafin um 466 milljón króna endurgreiðslu. Norsk fjölskylda sem tekur jafn hátt húsnæðislán er krafin um rétt rúmlega 51 milljón króna endurgreiðslu.

Vilhjálmur Bjarnason, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna birti þessar tölur á dögunum. Hann nefnir sjálfan sig sem dæmi, en hann tók 26 milljón króna lán árið 2005.

Vilhjálmur talar um úrskurð Neytendastofu í viðtali við Kastljós og segir hann það álit styðja það sama og Hagsmunasamtökin hafi rætt til lengri tíma. Að útfærsla verðtryggðra neytendalána af húsnæðislánum frá árinu 2001 sé ólögleg.

„Þetta hefur gífurlegar afleiðingar ef og þegar, ég er alveg 100% viss að það verður, þegar verðtrygging á öllum neytendalánum verður dæmt ólögleg.“

„Þetta er vítisvél sem er búin að sýna sig í íslensku hagkerfi. Það þarf að taka á þessu. Heimilin hafa ekki lengur efni á að lifa í þessu landi hjá okkur. Það er bara svo einfalt.“

Hagsmunasamtökin stefndu Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs neytendaláns árið 2012 en farið var fram á frávísun málsins vegna meints formsgalla. Málflutningur fer fram á næstu dögum.

„Við völdum að fara gegn ríkinu til þess að reyna að fá efnislega niðurstöðu um hvort við höfðum rétt fyrir okkur. Við teljum það þjóðhagslega nauðsynlegt að fá úr þessu skorið.“

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir í viðtali við Vísi enga meiningu í útreikningum Vilhjálms.


Tengdar fréttir

Útreikningar Vilhjálms sagðir meiningarlausir

"Þetta er ekki einu sinni eins og að bera saman epli og appelsínur, þetta er meira eins og að bera saman mangó og lime. Þetta er meiningarlaust,“ segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×