Golf

Tiger hætti á 13. flöt

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Bakið var að stríða Tiger
Bakið var að stríða Tiger vísir/getty
Tiger Woods dró sig úr keppni á lokadeginum á The Honda Classic golfmótinu í Flórída sem er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Woods var á 13. flöt þegar hann hætti leik og yfirgaf völlinn.

Þegar kylfingar hætta leik í miðju móti þarf að gefa ástæðu fyrir því af hverju þeir hætta leik og Tiger gaf þá skýringu að hann væri slæmur í baki.

Tiger Woods lék holurnar tólf í dag á fimm höggum yfir pari og átti augljóslega í vandræðum.

Tiger er skráður til leiks á Cadillac heimsmótinu á Trump Doral golfvellinum um næstu helgi en það á eftir að koma í ljós hvort meiðslin hindri að hann geti freistað þess að verja titil sinn þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×