Erlent

Árásarmanna leitað logandi ljósi

Birta Björnsdóttir skrifar
Wang Hongli, 23 ára.
Wang Hongli, 23 ára.
Að minnsta kosti 33 eru látnir og um 140 liggja sárir eftir að vopnaðir menn gengu berserksgang vopnaðir hnífum á lestarstöð í Kunming, í suðvestur hluta Kína, í gærkvöldi.

„Við biðum í biðröð þegar við sáum skyndilega fjölda fólks koma hlaupandi. Einn þeirra var með hníf og stakk alla sem fyrir voru," segir Wang Hongli, 23 ára.

Yfirvöld í Kína segja árásarmennina tilheyra hópi aðskilnaðarsinna frá norðvesturhluta Sinjíang-héraðs sem lengi hafa barist fyrir sjálfstæði. Fjórir árásarmannana féllu fyrir hendi lögreglu og ein kona var handtekin á staðnum, grunuð um aðild að ódæðinu.

Lögreglan leitar nú þeirra sem flúðu af vettvangi, en talið er að árásarmennirnir hafi verið tíu talsins.

Kínverskir fjölmiðlar segja árásina í gær vera „hinn kínverska ellefta september", og kalla eftir átaki stjórnvalda til að stemma stigu við ofbeldisverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×