Erlent

Alan Resnais látinn

Baldvin Þormóðsson skrifar
Starfsferill Resnais entist í rúmlega 60 ár.
Starfsferill Resnais entist í rúmlega 60 ár.
Margverðlaunaði franski leikstjórinn, Alan Resnais, er látinn 91 ára að aldri.

Resnais átti að leggja af stað í kynningarferðalag með nýjustu mynd sína, The Life of Riley, seinna í þessum mánuði. Myndin skartar tveimur af uppáhalds leikurum Resnais, eiginkonu hans, Sabine Azéma og André Dussollier. Myndin fékk einróma lof gagnrýnenda þegar hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í seinasta mánuði og vann til Silfurbjörns verðlauna hátíðarinnar.

Utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, talaði fyrr í dag um Resnais sem einn af hæfileikaríkustu mönnum Frakklands. Resnais var heiðraður fyrir ævistörf sín og framlag sitt til franskrar kvikmyndagerðar á kvikmyndahátíð Cannes árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×