Erlent

Stór jarðskjálfti í Níkaragva

Baldvin Þormóðsson skrifar
Ferðamenn í fjallgöngu á Cerro Negro eldfjallinu í Níkaragva.
Ferðamenn í fjallgöngu á Cerro Negro eldfjallinu í Níkaragva. visir/afp
Jarðskjálfti skók Kyrrahafsströnd Níkaragva laust upp úr hálftíu í morgun. Skjálftinn mældist 6,4 að styrkleika og átti upptök sín á hafsbotni, á tæplega 71 kílómetra dýpi.

Talsmaður stjórnvalda El Salvador segir að skjálftinn hafi fundist þvert yfir landið, sem staðsett er í Mið-Ameríku.

Ekki hafa borist neinar fregnir af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×