Erlent

33 látnir eftir stunguárás

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
33 féllu er ódæðismenn stungu vegfarendur á lestarstöð í borginni Kunming í suðvestur hluta Kína í gær.

Hópur svartklæddra manna, allt að 10 manns, gekk inn á lestarstöðina og réðust að því er virðist að tilefnislausu á alla sem á vegi þeirra urðu.

Talið er að í það minnsta 130 manns hafi særst í ódæðisverkunum í gær.

Í ljósi þess hve vel árásin var útfærð gera kínversk lögreglu yfirvöld ráð fyrir því að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Kínverskir fjölmiðlar segja árásina í gær vera „hinn kínverska ellefta september", og vísa þar til hryðjuverkaárásarinnar í Bandaríkjunum árið 2001 og kalla þeir eftir átaki stjórnvalda til að stemma stigu við ofbeldisverkum.

Lögreglan skaut fjóra árásarmennina til bana en einn mannanna er í haldi.

Talið er að mennirnir hafi komið frá Uighura en héraðið hefur lengi barist fyrir sjálfstæði frá Kína.

Nánari upplýsingar má nálgast á vef Los Angeles Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×