Erlent

Ástandið í Sýrlandi enn geigvænlegt

VISIR/AP
Af óöldinni í Sýrlandi stafar stærsta öryggisógn sem heimurinn hefur mátt þola áratugum saman ef marka má Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna.

Áætlað hefur verið að um þrjár milljónir Sýrlendinga hafi flúið landið frá því átökin hófust og að flóttamönnum fjölgi um 100.000 manns mánaðarlega.

Nágrannaríkið Líbanon hefur tekið við flestum flóttamönnunum og ef sá fjöldi er borinn saman við fólksfjölda annarra ríkja má betur glöggva sig á hversu sláandi fjöldi þeirra er.

Flóttamannafjöldinn í Líbanon samsvarar því að Frakkar tækju við fimmtán milljónum flóttamanna, Rússar 32 og Bandaríkjamenn 71 milljón manns. Það þýðir að einn af hverjum fimm íbúum ríkisins eru nú Sýrlenskir flóttamenn.

Ljósmynd af biðröð eftir matvælaaðstoð í Sýrlandi hefur vakið mikla athygli eftir að hún birtist á vef The Guardian í vikunni.

Myndin er tekin í Yarmouk flóttamannabúðunum í Damaskus þann 31. janúar síðastliðinn.



Sameinuðu þjóðirnar hafa sent rúmlega sjö þúsund matarskammta til búðanna sem hýsa um 160.000 manns og hafa þau greint frá miklum næringaskortri meðal barna í búðunum sem mörg hver hafa þurft að reiða sig á dýrafóður til matar.

Síðan myndin var tekin hefur matarframlögum verið hætt vegna öryggisráðstafana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×