Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. mars 2014 07:28 Rosberg, Hamilton og Ricciardo, efstu 3 í tímatökunni. Vísir/Getty Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom á óvart og náði öðru sæti. Þrátt fyrir ítrekuð vandræði liðsins hingað til á æfingum. Rigningin lá í loftinu yfir brautinni strax í upphafi tímatökunnar. Það leiddi til þess að flestir fóru út í upphafi á mjúkum dekkjum. Þau skila í kringum 2 sekúndum betri tíma á hverjum hring. Mercedes ökumennirnir LewisHamilton og Nico Rosberg fóru þó út á harðari gerðinni sem notuð er í Ástralíu.Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia komust ekki í aðra lotu tímatökunnar. Sömu sögu er að segja af Esteban Gutierrez á Sauber og Marcus Ericsson á Caterham. Lotus átti afleiddan dag í dag. Báðir ökumenn liðsins féllu út í fyrstu lotu. Romain Grosjean náði að setja tíma en hann var ekki nærri nógu góður til að komast í næstu lotu. Liðsfélagi hans, Pastor Maldonado var eini ökumaðurinn sem ekki setti tíma í dag.Raikkonen reynir að koma bíl sínum aftur inn á brautina.Vísir/GettyLiðin fóru út á regn dekkjum eða milliregn dekkjum í annari lotu. Jenson Button á McLaren, Kimi Raikkonen á Ferrari og heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull komust ekki í þriðju lotuna. Einnig sátu eftir Adrian Sutil á Sauber, Kamui Kobayashi á Caterham og Sergio Perez á Force India. Rigningin hófst aftur fyrir þriðju lotu og því fóru níu ökumenn af tíu út á regndekkjum, Fernando Alonso var sá eini sem lagði í brautina á milliregndekkjum. Allir skiptu svo um dekkjagerð, nema Lewis Hamilton. Bottas og Gutierrez hljóta 5 sæti víti eftir að hafa þurft að skipta um gírkassa. Bottas verður því 15. í rásröðinni en Gutierrez fer aftast.Hamilton í tímatökum í Ástralíu í morgun.Vísir/GettyNiðurstaða tímatökunnar lá fyrir eftir þriðju lotuna: 1. Lewis Hamilton - Mercedes 2. Daniel Ricciardo - Red Bull 3. Nico Rosberg - Mercedes 4. Kevin Magnussen - McLaren 5. Fernando Alonso - Ferrari 6. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 7. Nico Hulkenberg - Force India 8. Daniil Kvyat - Toro Rosso 9. Felipe Massa - Williams 10. Valtteri Bottas - Williams 11. Jenson Button - McLaren 12. Kimi Raikkonen - Ferrari 13. Sebastian Vettel - Red Bull 14. Adrian Sutil - Sauber 15. Kamui Kobayashi - Caterham 16. Sergio Perez - Force India 17. Max Chilton - Marussia 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Esteban Gutierrez - Sauber 20. Marcus Ericsson - Caterham 21. Romain Grosjean - Lotus 22. Pastor Maldonado - Lotus, án þess að setja tíma. Keppnin er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl 5:30 í fyrramálið. Það verður vel þess virði að vakna til að sjá hana. Formúla Tengdar fréttir Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45 Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom á óvart og náði öðru sæti. Þrátt fyrir ítrekuð vandræði liðsins hingað til á æfingum. Rigningin lá í loftinu yfir brautinni strax í upphafi tímatökunnar. Það leiddi til þess að flestir fóru út í upphafi á mjúkum dekkjum. Þau skila í kringum 2 sekúndum betri tíma á hverjum hring. Mercedes ökumennirnir LewisHamilton og Nico Rosberg fóru þó út á harðari gerðinni sem notuð er í Ástralíu.Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia komust ekki í aðra lotu tímatökunnar. Sömu sögu er að segja af Esteban Gutierrez á Sauber og Marcus Ericsson á Caterham. Lotus átti afleiddan dag í dag. Báðir ökumenn liðsins féllu út í fyrstu lotu. Romain Grosjean náði að setja tíma en hann var ekki nærri nógu góður til að komast í næstu lotu. Liðsfélagi hans, Pastor Maldonado var eini ökumaðurinn sem ekki setti tíma í dag.Raikkonen reynir að koma bíl sínum aftur inn á brautina.Vísir/GettyLiðin fóru út á regn dekkjum eða milliregn dekkjum í annari lotu. Jenson Button á McLaren, Kimi Raikkonen á Ferrari og heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull komust ekki í þriðju lotuna. Einnig sátu eftir Adrian Sutil á Sauber, Kamui Kobayashi á Caterham og Sergio Perez á Force India. Rigningin hófst aftur fyrir þriðju lotu og því fóru níu ökumenn af tíu út á regndekkjum, Fernando Alonso var sá eini sem lagði í brautina á milliregndekkjum. Allir skiptu svo um dekkjagerð, nema Lewis Hamilton. Bottas og Gutierrez hljóta 5 sæti víti eftir að hafa þurft að skipta um gírkassa. Bottas verður því 15. í rásröðinni en Gutierrez fer aftast.Hamilton í tímatökum í Ástralíu í morgun.Vísir/GettyNiðurstaða tímatökunnar lá fyrir eftir þriðju lotuna: 1. Lewis Hamilton - Mercedes 2. Daniel Ricciardo - Red Bull 3. Nico Rosberg - Mercedes 4. Kevin Magnussen - McLaren 5. Fernando Alonso - Ferrari 6. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 7. Nico Hulkenberg - Force India 8. Daniil Kvyat - Toro Rosso 9. Felipe Massa - Williams 10. Valtteri Bottas - Williams 11. Jenson Button - McLaren 12. Kimi Raikkonen - Ferrari 13. Sebastian Vettel - Red Bull 14. Adrian Sutil - Sauber 15. Kamui Kobayashi - Caterham 16. Sergio Perez - Force India 17. Max Chilton - Marussia 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Esteban Gutierrez - Sauber 20. Marcus Ericsson - Caterham 21. Romain Grosjean - Lotus 22. Pastor Maldonado - Lotus, án þess að setja tíma. Keppnin er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl 5:30 í fyrramálið. Það verður vel þess virði að vakna til að sjá hana.
Formúla Tengdar fréttir Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45 Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30
Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45