Formúla 1

Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rosberg, Hamilton og Ricciardo, efstu 3 í tímatökunni.
Rosberg, Hamilton og Ricciardo, efstu 3 í tímatökunni. Vísir/Getty
Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom á óvart og náði öðru sæti. Þrátt fyrir ítrekuð vandræði liðsins hingað til á æfingum.

Rigningin lá í loftinu yfir brautinni strax í upphafi tímatökunnar. Það leiddi til þess að flestir fóru út í upphafi á mjúkum dekkjum. Þau skila í kringum 2 sekúndum betri tíma á hverjum hring. Mercedes ökumennirnir LewisHamilton og Nico Rosberg fóru þó út á harðari gerðinni sem notuð er í Ástralíu.

Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia komust ekki í aðra lotu tímatökunnar. Sömu sögu er að segja af Esteban Gutierrez á Sauber og Marcus Ericsson á Caterham.

Lotus átti afleiddan dag í dag. Báðir ökumenn liðsins féllu út í fyrstu lotu. Romain Grosjean náði að setja tíma en hann var ekki nærri nógu góður til að komast í næstu lotu. Liðsfélagi hans, Pastor Maldonado var eini ökumaðurinn sem ekki setti tíma í dag.

Raikkonen reynir að koma bíl sínum aftur inn á brautina.Vísir/Getty
Liðin fóru út á regn dekkjum eða milliregn dekkjum í annari lotu. Jenson Button á McLaren, Kimi Raikkonen á Ferrari og  heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull komust ekki í þriðju lotuna. Einnig sátu eftir Adrian Sutil á Sauber, Kamui Kobayashi á Caterham og Sergio Perez á Force India.

Rigningin hófst aftur fyrir þriðju lotu og því fóru níu ökumenn af tíu út á regndekkjum, Fernando Alonso var sá eini sem lagði í brautina á milliregndekkjum. Allir skiptu svo um dekkjagerð, nema Lewis Hamilton. 

Bottas og Gutierrez hljóta 5 sæti víti eftir að hafa þurft að skipta um gírkassa. Bottas verður því 15. í rásröðinni en Gutierrez fer aftast.

Hamilton í tímatökum í Ástralíu í morgun.Vísir/Getty
Niðurstaða tímatökunnar lá fyrir eftir þriðju lotuna:

1. Lewis Hamilton - Mercedes

2. Daniel Ricciardo - Red Bull

3. Nico Rosberg - Mercedes

4. Kevin Magnussen - McLaren

5. Fernando Alonso - Ferrari

6. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso

7. Nico Hulkenberg - Force India

8.  Daniil Kvyat - Toro Rosso

9. Felipe Massa - Williams

10. Valtteri Bottas - Williams

11. Jenson Button - McLaren

12. Kimi Raikkonen - Ferrari

13. Sebastian Vettel - Red Bull

14. Adrian Sutil - Sauber

15. Kamui Kobayashi - Caterham

16. Sergio Perez - Force India

17. Max Chilton - Marussia

18. Jules Bianchi - Marussia

19. Esteban Gutierrez - Sauber

20. Marcus Ericsson - Caterham

21. Romain Grosjean - Lotus

22. Pastor Maldonado - Lotus, án þess að setja tíma.

Keppnin er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl 5:30 í fyrramálið. Það verður vel þess virði að vakna til að sjá hana. 


Tengdar fréttir

Breyttar aðstæður í Formúlu 1

Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×