Ríkið með lögbannið til dómstóla Hanna Rún sverrisdóttir skrifar 14. mars 2014 14:21 VÍSIR/GVA Ríkissjóður hefur tilkynnt Sýslumanninum á Selfossi að málinu þar sem sýslumaður hafnaði kröfu ríkisins um lögbann við innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi verði skotið til dómstóla. Sameigendur ríkisins að svæði við Geysi hafa haft fyrirætlanir um gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um svæðið. Fjármála- og efnahagsráðherra fór fram á það við sýslumann að lögmann yrði sett á innheimtu gjaldsins. Sýslmaður hafnaði beiðninni á miðvikudaginn. „Við höldum áfram með okkar áform. Stjórnin mun hittast í kvöld eða í fyrramálið og þá ákveðum við með hvaða hætti við höldum þessu starfi okkar áfram,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, þegar fréttastofa ræddi við hann í vikunni. Gjaldtakan muni því taka gildi á næstu dögum og gjaldið verði 600 krónur. „Við höfum talið það mjög hóflegt, um það bil kaffibolli,“ segir Garðar. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að eins og komið hafi fram sé hluti lands innan girðingar á svæðinu séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess séu helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis séreignina sé hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina um það bil 25 prósent í sameignarlandinu með félaginu. Ríkissjóður hafi lýst sig andsnúinn fyrirhugaðri gjaldtöku sameigenda að landinu við Geysi og hafi bent á að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs né innheimt gjald vegna þess. Innheimta gjalds væri sömuleiðis grundvallarbreyting á afnotum svæðisins og tilgangi frá því sem verið hefur og myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. Sameigendum ríkisins hafi verið boðið að ríkissjóður bæri kostnað af nauðsynlegum framkvæmdum til að tryggja vernd svæðisins og til að kosta rekstur þess og gæslu á því, út árið 2015. Var þetta boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. „Það er ekki horft til þess að leysa þetta mál með varanlegum hætti og það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á síðastliðin þrjú ár. Við viljum koma þessu fyrir með varanlegum hætti, þessu svæði og því starfi sem þarf að eiga sér stað þar,“ sagði Garðar. Tengdar fréttir Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ríkissjóður hefur tilkynnt Sýslumanninum á Selfossi að málinu þar sem sýslumaður hafnaði kröfu ríkisins um lögbann við innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi verði skotið til dómstóla. Sameigendur ríkisins að svæði við Geysi hafa haft fyrirætlanir um gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um svæðið. Fjármála- og efnahagsráðherra fór fram á það við sýslumann að lögmann yrði sett á innheimtu gjaldsins. Sýslmaður hafnaði beiðninni á miðvikudaginn. „Við höldum áfram með okkar áform. Stjórnin mun hittast í kvöld eða í fyrramálið og þá ákveðum við með hvaða hætti við höldum þessu starfi okkar áfram,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, þegar fréttastofa ræddi við hann í vikunni. Gjaldtakan muni því taka gildi á næstu dögum og gjaldið verði 600 krónur. „Við höfum talið það mjög hóflegt, um það bil kaffibolli,“ segir Garðar. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að eins og komið hafi fram sé hluti lands innan girðingar á svæðinu séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess séu helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis séreignina sé hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina um það bil 25 prósent í sameignarlandinu með félaginu. Ríkissjóður hafi lýst sig andsnúinn fyrirhugaðri gjaldtöku sameigenda að landinu við Geysi og hafi bent á að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs né innheimt gjald vegna þess. Innheimta gjalds væri sömuleiðis grundvallarbreyting á afnotum svæðisins og tilgangi frá því sem verið hefur og myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. Sameigendum ríkisins hafi verið boðið að ríkissjóður bæri kostnað af nauðsynlegum framkvæmdum til að tryggja vernd svæðisins og til að kosta rekstur þess og gæslu á því, út árið 2015. Var þetta boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. „Það er ekki horft til þess að leysa þetta mál með varanlegum hætti og það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á síðastliðin þrjú ár. Við viljum koma þessu fyrir með varanlegum hætti, þessu svæði og því starfi sem þarf að eiga sér stað þar,“ sagði Garðar.
Tengdar fréttir Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08
Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48