Erlent

Klippti getnaðarlim árásarmanns síns af með skærum

Karl Ólafur skrifar
Að loknum verknaðinum sturtaði Yeung getnaðarlim Zhou niður klósettið.
Að loknum verknaðinum sturtaði Yeung getnaðarlim Zhou niður klósettið. Mynd/AFP
Kínversk kona að nafni Yeung Ki byrlaði nauðgara sínum súpu kryddaða með svefnlyfjum, skar burt getnaðarlim hans og barði hann svo til dauða með hamri. South China Morning Post greinir frá.

Yeung og maðurinn sem um ræðir, Zhou Hui, höfðu átt í langdregnu ástarævintýri. Zhou var giftur meðan á sambandinu stóð. 

Zhou hótaði Yeung að birta nektarmyndir af henni á alnetinu ef hún greiddi honum ekki 200,000HK$, jafngildi 2,88 milljóna króna. Í kjölfarið barði hann Yeung, fleygði henni í gólfið og nauðgaði.

Yeung greip til þess ráðs að blanda svefnlyfjum við súpu og gefa Zhou, og er hann sofnaði tók hún skæri og klippti af honum getnaðarliminn. Zhou vaknaði við mikinn sársauka og réðst að Yeung. Tók hún þá hamar og barði hann í framan. Eftir að Zhou féll á kné hélt Yeung áfram, og barði hann ótal sinnum með hamrinum.

Daginn eftir gaf Yeung sig fram við félagsráðgjafarstofnun þar sem hún játaði á sig glæpinn. Réttarhöld standa nú yfir í máli Yeung.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×