Makríl tríóið hefur snúið frá sjálfbærum veiðum Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2014 19:53 Þjóðir Evrópusambandsins og Noregur ætla sér að veiða allt það magn af makríl sem Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að veiða á þessu ári. Tæplega 160 þúsund tonna kvóti til Færeyinga er því umfram ráðleggingu og enn á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Aðeins er um vika liðin frá því slitnaði upp úr fjórhliða viðræðum Íslendinga, Evrópusambandsins, Færeyinga og Norðmanna á fundi í Edinborg og eftir þann fund sagði Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri sambandsins að það hefði verið vegna stífni Norðmanna. Það kom því flestum á óvart þegar fréttir bárust af samningi Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga í gær. Hvað klikkaði? „Ég held að í sjálfu sér hafi ekkert klikkað. Það sem að gerðist var að frá því slitnaði upp úr fjögurra strandríkja fundi þar sem menn voru sammála, alla vega við og Evrópusambandið um að veiðar ættu að byggjast á sjálfbærni – þá fóru þessir þrír saman án okkar og gerðu samning þar sem sjálfbærni var hent fyrir róða. Og menn voru tilbúnir að gera samning sem byggir á verulegri ofveiði miðað við ráðgjöf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Íslendingar hafa miðað sínar kröfur við að farið sé eftir ráðgjöf fiskifræðinga sem leggja til að veidd verði 890 þúsund tonn á þessu ári. Ítrustu kröfur Íslendinga hafa verið um 17 prósent af kvótanum sem væri um 151 þúsund tonn á þessu ári og spurning hvort ráðherra gefur út slíkan kvóta. Liggur þá ekki beinast við að þú gefir út veiðiheimildir upp á 151 þúsund tonn? „Við erum auðvitað að fara vel yfir það og ég hef sagt það áður og get sagt það hér líka, að sú ákvörðun mun byggja á ábyrgri fiskveiðistjórnun og sjálfbærni stofnsins. En það það er auðvitað verulegt áhyggjuefni að þeir aðilar sem nú hafa gert samning hafa gert samning um að fara 200 þúsund tonnum umfram ráðgjöfina,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það stefni í að veitt verði allt að helmingi meira en ráðlagt er. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að hægt sé að spila úr stöðunni með ýmsum hætti, eins og setjast við samningaborðið. En Evrópusambandið segir að um 15,6 prósent veiðiheimilda séu geymd fyrir Íslendinga og aðra. Mikilvægst sé þó að anda með nefinu fyrst um sinn og meta alla kosti í stöðunni. Okkar ítrasta krafa hefur verið í kring um 17 prósent sem er um 151 þúsund tonn, ætti ráðherra þá að gefa út þá heimild? „Manni finnst það ekki fráleit nálgun. En þetta er kannski ekki tímapunkturinn til að segja af eða á um það en vissulega er þetta einn af kostunum í stöðunni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Þjóðir Evrópusambandsins og Noregur ætla sér að veiða allt það magn af makríl sem Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að veiða á þessu ári. Tæplega 160 þúsund tonna kvóti til Færeyinga er því umfram ráðleggingu og enn á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Aðeins er um vika liðin frá því slitnaði upp úr fjórhliða viðræðum Íslendinga, Evrópusambandsins, Færeyinga og Norðmanna á fundi í Edinborg og eftir þann fund sagði Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri sambandsins að það hefði verið vegna stífni Norðmanna. Það kom því flestum á óvart þegar fréttir bárust af samningi Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga í gær. Hvað klikkaði? „Ég held að í sjálfu sér hafi ekkert klikkað. Það sem að gerðist var að frá því slitnaði upp úr fjögurra strandríkja fundi þar sem menn voru sammála, alla vega við og Evrópusambandið um að veiðar ættu að byggjast á sjálfbærni – þá fóru þessir þrír saman án okkar og gerðu samning þar sem sjálfbærni var hent fyrir róða. Og menn voru tilbúnir að gera samning sem byggir á verulegri ofveiði miðað við ráðgjöf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Íslendingar hafa miðað sínar kröfur við að farið sé eftir ráðgjöf fiskifræðinga sem leggja til að veidd verði 890 þúsund tonn á þessu ári. Ítrustu kröfur Íslendinga hafa verið um 17 prósent af kvótanum sem væri um 151 þúsund tonn á þessu ári og spurning hvort ráðherra gefur út slíkan kvóta. Liggur þá ekki beinast við að þú gefir út veiðiheimildir upp á 151 þúsund tonn? „Við erum auðvitað að fara vel yfir það og ég hef sagt það áður og get sagt það hér líka, að sú ákvörðun mun byggja á ábyrgri fiskveiðistjórnun og sjálfbærni stofnsins. En það það er auðvitað verulegt áhyggjuefni að þeir aðilar sem nú hafa gert samning hafa gert samning um að fara 200 þúsund tonnum umfram ráðgjöfina,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það stefni í að veitt verði allt að helmingi meira en ráðlagt er. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að hægt sé að spila úr stöðunni með ýmsum hætti, eins og setjast við samningaborðið. En Evrópusambandið segir að um 15,6 prósent veiðiheimilda séu geymd fyrir Íslendinga og aðra. Mikilvægst sé þó að anda með nefinu fyrst um sinn og meta alla kosti í stöðunni. Okkar ítrasta krafa hefur verið í kring um 17 prósent sem er um 151 þúsund tonn, ætti ráðherra þá að gefa út þá heimild? „Manni finnst það ekki fráleit nálgun. En þetta er kannski ekki tímapunkturinn til að segja af eða á um það en vissulega er þetta einn af kostunum í stöðunni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira