Makríl tríóið hefur snúið frá sjálfbærum veiðum Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2014 19:53 Þjóðir Evrópusambandsins og Noregur ætla sér að veiða allt það magn af makríl sem Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að veiða á þessu ári. Tæplega 160 þúsund tonna kvóti til Færeyinga er því umfram ráðleggingu og enn á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Aðeins er um vika liðin frá því slitnaði upp úr fjórhliða viðræðum Íslendinga, Evrópusambandsins, Færeyinga og Norðmanna á fundi í Edinborg og eftir þann fund sagði Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri sambandsins að það hefði verið vegna stífni Norðmanna. Það kom því flestum á óvart þegar fréttir bárust af samningi Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga í gær. Hvað klikkaði? „Ég held að í sjálfu sér hafi ekkert klikkað. Það sem að gerðist var að frá því slitnaði upp úr fjögurra strandríkja fundi þar sem menn voru sammála, alla vega við og Evrópusambandið um að veiðar ættu að byggjast á sjálfbærni – þá fóru þessir þrír saman án okkar og gerðu samning þar sem sjálfbærni var hent fyrir róða. Og menn voru tilbúnir að gera samning sem byggir á verulegri ofveiði miðað við ráðgjöf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Íslendingar hafa miðað sínar kröfur við að farið sé eftir ráðgjöf fiskifræðinga sem leggja til að veidd verði 890 þúsund tonn á þessu ári. Ítrustu kröfur Íslendinga hafa verið um 17 prósent af kvótanum sem væri um 151 þúsund tonn á þessu ári og spurning hvort ráðherra gefur út slíkan kvóta. Liggur þá ekki beinast við að þú gefir út veiðiheimildir upp á 151 þúsund tonn? „Við erum auðvitað að fara vel yfir það og ég hef sagt það áður og get sagt það hér líka, að sú ákvörðun mun byggja á ábyrgri fiskveiðistjórnun og sjálfbærni stofnsins. En það það er auðvitað verulegt áhyggjuefni að þeir aðilar sem nú hafa gert samning hafa gert samning um að fara 200 þúsund tonnum umfram ráðgjöfina,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það stefni í að veitt verði allt að helmingi meira en ráðlagt er. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að hægt sé að spila úr stöðunni með ýmsum hætti, eins og setjast við samningaborðið. En Evrópusambandið segir að um 15,6 prósent veiðiheimilda séu geymd fyrir Íslendinga og aðra. Mikilvægst sé þó að anda með nefinu fyrst um sinn og meta alla kosti í stöðunni. Okkar ítrasta krafa hefur verið í kring um 17 prósent sem er um 151 þúsund tonn, ætti ráðherra þá að gefa út þá heimild? „Manni finnst það ekki fráleit nálgun. En þetta er kannski ekki tímapunkturinn til að segja af eða á um það en vissulega er þetta einn af kostunum í stöðunni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Þjóðir Evrópusambandsins og Noregur ætla sér að veiða allt það magn af makríl sem Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að veiða á þessu ári. Tæplega 160 þúsund tonna kvóti til Færeyinga er því umfram ráðleggingu og enn á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Aðeins er um vika liðin frá því slitnaði upp úr fjórhliða viðræðum Íslendinga, Evrópusambandsins, Færeyinga og Norðmanna á fundi í Edinborg og eftir þann fund sagði Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri sambandsins að það hefði verið vegna stífni Norðmanna. Það kom því flestum á óvart þegar fréttir bárust af samningi Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga í gær. Hvað klikkaði? „Ég held að í sjálfu sér hafi ekkert klikkað. Það sem að gerðist var að frá því slitnaði upp úr fjögurra strandríkja fundi þar sem menn voru sammála, alla vega við og Evrópusambandið um að veiðar ættu að byggjast á sjálfbærni – þá fóru þessir þrír saman án okkar og gerðu samning þar sem sjálfbærni var hent fyrir róða. Og menn voru tilbúnir að gera samning sem byggir á verulegri ofveiði miðað við ráðgjöf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Íslendingar hafa miðað sínar kröfur við að farið sé eftir ráðgjöf fiskifræðinga sem leggja til að veidd verði 890 þúsund tonn á þessu ári. Ítrustu kröfur Íslendinga hafa verið um 17 prósent af kvótanum sem væri um 151 þúsund tonn á þessu ári og spurning hvort ráðherra gefur út slíkan kvóta. Liggur þá ekki beinast við að þú gefir út veiðiheimildir upp á 151 þúsund tonn? „Við erum auðvitað að fara vel yfir það og ég hef sagt það áður og get sagt það hér líka, að sú ákvörðun mun byggja á ábyrgri fiskveiðistjórnun og sjálfbærni stofnsins. En það það er auðvitað verulegt áhyggjuefni að þeir aðilar sem nú hafa gert samning hafa gert samning um að fara 200 þúsund tonnum umfram ráðgjöfina,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það stefni í að veitt verði allt að helmingi meira en ráðlagt er. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að hægt sé að spila úr stöðunni með ýmsum hætti, eins og setjast við samningaborðið. En Evrópusambandið segir að um 15,6 prósent veiðiheimilda séu geymd fyrir Íslendinga og aðra. Mikilvægst sé þó að anda með nefinu fyrst um sinn og meta alla kosti í stöðunni. Okkar ítrasta krafa hefur verið í kring um 17 prósent sem er um 151 þúsund tonn, ætti ráðherra þá að gefa út þá heimild? „Manni finnst það ekki fráleit nálgun. En þetta er kannski ekki tímapunkturinn til að segja af eða á um það en vissulega er þetta einn af kostunum í stöðunni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira