Viðskipti innlent

Óttast verðlækkun á makrílafurðum

Gissur Sigurðsson skrifar
vísir/óskar
Sjómenn og seljendur makrílafurða óttast að verðlækkun verði í ár, í ljósi þess að nú þegar liggur fyrir að meira verður veitt úr stofninum en nokkru sinni fyrr. Þá setur ástandið í Úkraínu líka strik í reikninginn, en Úkraínumenn hafa stóraukið makrílkaup héðan, síðustu misserin.

Sem dæmi um aukninguna þangað, keyptu þeir innan við tiu þúsund tonn af afurðum uppsjávartegunda héðan árið 2009, en 52 þúsund í fyrra, þar af mikið af makríl og var mesta söluaukningin í fyrra þar í landi.

Annars er Austur Evrópa aðal markaðssvæðið fyrir makríl héðansem hefur þá sérstöðu vað vera nokkuð lausholda eftir að hafa þanist út í miklu æti hér við land.

Héðan heldur hann svo í norska lögsögu, þar sem holdið þéttist en í því ástandi er hann seljanlegri víðar. Í þessari stöðu segjast seljendur binda vonir við að hægt verði að glæða Asíu- og Afríkumarkaðina enn frekar, en telja að það geti tekið nokkurn tíma þannig að verðlækkun í ár verði vart um flúin.

Mikið er í húfi fyrir hvert prósent sem afurðirnar kunnu að lækka um, því síðastliðin tvö ár hefur útflutningsverðmæti makrílafurða numið 14 til 17 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×