Erlent

Að minnsta kosti sex látnir í Harlem

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tvö hús hrundu til grunna í sprengingunni.
Tvö hús hrundu til grunna í sprengingunni. vísir/afp
Að minnsta kosti sex eru látnir og nokkurra er enn saknað eftir gassprengingu í Harlem-hverfi í New York í gær. Tvö hús hrundu til grunna í sprengingunni.

Leitað var í alla nótt í rústunum en að sögn slökkviliðs í New York slösuðust 22. Fréttastofa ABC segir þá tölu þó vera mun hærri og fullyrðir að 64 hafi verið fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Þar á meðal voru sjö börn en eitt þeirra er sagt í lífshættu.

Greint er frá því að gaslykt hafi fundist í nágrenninu skömmu fyrir sprenginguna en New York Daily News hefur eftir sjónarvotti að hann hafi fundið gaslykt vikum saman.

)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×