Ummæli norska ráðherrans ósvífin Jóhannes Stefánsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Össur Skarphéðinsson segir fjölda spurninga vakna vegna þess hvernig makríldeilan hefur þróast á seinustu dögum. Vísir/Daníel/Svavar Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir mörgu ósvarað vegna stöðunnar sem er komin upp vegna samkomulags strandríkjanna í makríldeilunni. Að hans mati eru ummæli norska sjávarútvegsráðherrans um að Ísland hafi komið í veg fyrir samkomulag í málinu ósvífin. „Þetta eru einkar ósvífin ummæli af hálfu norska sjávarútvegsráðherrans. Það liggur alveg ljóst fyrir samkvæmt yfirlýsingu Damanaki sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins frá því í síðustu viku að það voru Norðmenn sem voru fyrirstaðan að því að hægt væri að ná heildarsamkomulagi allra aðila deilunnar. Það voru þeir, segir Damanaki, sem að höfnuðu þeirri tillögu sem þá var uppi á borðinu,“ segir Össur. „Fyrir Norðmenn gengur ekki að reyna að skella skuldinni á Íslendinga. Svarti Péturinn var klárlega í þeirra höndum,“ bætir hann við.Íslendingar teknir illilega í bólinu „Það sem vekur undrun er hvernig í ósköpunum það gat gerst að vinaþjóð okkar Færeyingar sem virðast vera lykill að þessu samkomulagi gátu teflt þessa leiki án þess að Íslendingar vissu nokkuð af,“ segir Össur. „Það er margt sem kallar eftir ítarlegum skýringum ríkisstjórnarinnar. Íslendingar virðast hafa verið teknir illilega í bólinu,“ segir Össur. „Í þessari stöðu skiptir miklu máli að menn reyni að brjóta stöðuna til mergjar og nái að standa saman um ábyrga niðurstöðu af hálfu Íslands í málinu. Það skiptir máli jafnvel í þessari sérkennilegu stöðu að trúverðugleiki íslands sé óskertur og að áherslur Íslands og ekki síst sjávarútvegsráðherra um að ákvarðanir okkar byggist á sjálfbærni stofnsins,“ bætir Össur við. Össur segir að Gunnar Bragi Sveinsson muni þurfa að skýra stöðu málsins eins og það blasi fyrir honum á fundi í utanríkismálanefnd síðar í dag. „Utanríkisráðherra þarf að skýra betur ummæli sín um loforð af hálfu ESB og sömuleiðis þarf hann að upplýsa hvað hann á með því að Norðmenn hafi leitið ljóta leiki í málinu," segir Össur Skarphéðinsson að lokum. Tengdar fréttir Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ hefur áhyggjur af því að veiðar ríkjanna sem hafa náð samkomulagi muni verða langt umfram ráðgjöf vísindamanna. 12. mars 2014 22:30 Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann, segist harma að Ísland hafi ekki verið aðili að samkomulagi sem hefur náðst í makríldeilunni. 12. mars 2014 21:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir mörgu ósvarað vegna stöðunnar sem er komin upp vegna samkomulags strandríkjanna í makríldeilunni. Að hans mati eru ummæli norska sjávarútvegsráðherrans um að Ísland hafi komið í veg fyrir samkomulag í málinu ósvífin. „Þetta eru einkar ósvífin ummæli af hálfu norska sjávarútvegsráðherrans. Það liggur alveg ljóst fyrir samkvæmt yfirlýsingu Damanaki sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins frá því í síðustu viku að það voru Norðmenn sem voru fyrirstaðan að því að hægt væri að ná heildarsamkomulagi allra aðila deilunnar. Það voru þeir, segir Damanaki, sem að höfnuðu þeirri tillögu sem þá var uppi á borðinu,“ segir Össur. „Fyrir Norðmenn gengur ekki að reyna að skella skuldinni á Íslendinga. Svarti Péturinn var klárlega í þeirra höndum,“ bætir hann við.Íslendingar teknir illilega í bólinu „Það sem vekur undrun er hvernig í ósköpunum það gat gerst að vinaþjóð okkar Færeyingar sem virðast vera lykill að þessu samkomulagi gátu teflt þessa leiki án þess að Íslendingar vissu nokkuð af,“ segir Össur. „Það er margt sem kallar eftir ítarlegum skýringum ríkisstjórnarinnar. Íslendingar virðast hafa verið teknir illilega í bólinu,“ segir Össur. „Í þessari stöðu skiptir miklu máli að menn reyni að brjóta stöðuna til mergjar og nái að standa saman um ábyrga niðurstöðu af hálfu Íslands í málinu. Það skiptir máli jafnvel í þessari sérkennilegu stöðu að trúverðugleiki íslands sé óskertur og að áherslur Íslands og ekki síst sjávarútvegsráðherra um að ákvarðanir okkar byggist á sjálfbærni stofnsins,“ bætir Össur við. Össur segir að Gunnar Bragi Sveinsson muni þurfa að skýra stöðu málsins eins og það blasi fyrir honum á fundi í utanríkismálanefnd síðar í dag. „Utanríkisráðherra þarf að skýra betur ummæli sín um loforð af hálfu ESB og sömuleiðis þarf hann að upplýsa hvað hann á með því að Norðmenn hafi leitið ljóta leiki í málinu," segir Össur Skarphéðinsson að lokum.
Tengdar fréttir Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ hefur áhyggjur af því að veiðar ríkjanna sem hafa náð samkomulagi muni verða langt umfram ráðgjöf vísindamanna. 12. mars 2014 22:30 Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann, segist harma að Ísland hafi ekki verið aðili að samkomulagi sem hefur náðst í makríldeilunni. 12. mars 2014 21:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ hefur áhyggjur af því að veiðar ríkjanna sem hafa náð samkomulagi muni verða langt umfram ráðgjöf vísindamanna. 12. mars 2014 22:30
Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann, segist harma að Ísland hafi ekki verið aðili að samkomulagi sem hefur náðst í makríldeilunni. 12. mars 2014 21:05