Ummæli norska ráðherrans ósvífin Jóhannes Stefánsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Össur Skarphéðinsson segir fjölda spurninga vakna vegna þess hvernig makríldeilan hefur þróast á seinustu dögum. Vísir/Daníel/Svavar Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir mörgu ósvarað vegna stöðunnar sem er komin upp vegna samkomulags strandríkjanna í makríldeilunni. Að hans mati eru ummæli norska sjávarútvegsráðherrans um að Ísland hafi komið í veg fyrir samkomulag í málinu ósvífin. „Þetta eru einkar ósvífin ummæli af hálfu norska sjávarútvegsráðherrans. Það liggur alveg ljóst fyrir samkvæmt yfirlýsingu Damanaki sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins frá því í síðustu viku að það voru Norðmenn sem voru fyrirstaðan að því að hægt væri að ná heildarsamkomulagi allra aðila deilunnar. Það voru þeir, segir Damanaki, sem að höfnuðu þeirri tillögu sem þá var uppi á borðinu,“ segir Össur. „Fyrir Norðmenn gengur ekki að reyna að skella skuldinni á Íslendinga. Svarti Péturinn var klárlega í þeirra höndum,“ bætir hann við.Íslendingar teknir illilega í bólinu „Það sem vekur undrun er hvernig í ósköpunum það gat gerst að vinaþjóð okkar Færeyingar sem virðast vera lykill að þessu samkomulagi gátu teflt þessa leiki án þess að Íslendingar vissu nokkuð af,“ segir Össur. „Það er margt sem kallar eftir ítarlegum skýringum ríkisstjórnarinnar. Íslendingar virðast hafa verið teknir illilega í bólinu,“ segir Össur. „Í þessari stöðu skiptir miklu máli að menn reyni að brjóta stöðuna til mergjar og nái að standa saman um ábyrga niðurstöðu af hálfu Íslands í málinu. Það skiptir máli jafnvel í þessari sérkennilegu stöðu að trúverðugleiki íslands sé óskertur og að áherslur Íslands og ekki síst sjávarútvegsráðherra um að ákvarðanir okkar byggist á sjálfbærni stofnsins,“ bætir Össur við. Össur segir að Gunnar Bragi Sveinsson muni þurfa að skýra stöðu málsins eins og það blasi fyrir honum á fundi í utanríkismálanefnd síðar í dag. „Utanríkisráðherra þarf að skýra betur ummæli sín um loforð af hálfu ESB og sömuleiðis þarf hann að upplýsa hvað hann á með því að Norðmenn hafi leitið ljóta leiki í málinu," segir Össur Skarphéðinsson að lokum. Tengdar fréttir Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ hefur áhyggjur af því að veiðar ríkjanna sem hafa náð samkomulagi muni verða langt umfram ráðgjöf vísindamanna. 12. mars 2014 22:30 Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann, segist harma að Ísland hafi ekki verið aðili að samkomulagi sem hefur náðst í makríldeilunni. 12. mars 2014 21:05 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir mörgu ósvarað vegna stöðunnar sem er komin upp vegna samkomulags strandríkjanna í makríldeilunni. Að hans mati eru ummæli norska sjávarútvegsráðherrans um að Ísland hafi komið í veg fyrir samkomulag í málinu ósvífin. „Þetta eru einkar ósvífin ummæli af hálfu norska sjávarútvegsráðherrans. Það liggur alveg ljóst fyrir samkvæmt yfirlýsingu Damanaki sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins frá því í síðustu viku að það voru Norðmenn sem voru fyrirstaðan að því að hægt væri að ná heildarsamkomulagi allra aðila deilunnar. Það voru þeir, segir Damanaki, sem að höfnuðu þeirri tillögu sem þá var uppi á borðinu,“ segir Össur. „Fyrir Norðmenn gengur ekki að reyna að skella skuldinni á Íslendinga. Svarti Péturinn var klárlega í þeirra höndum,“ bætir hann við.Íslendingar teknir illilega í bólinu „Það sem vekur undrun er hvernig í ósköpunum það gat gerst að vinaþjóð okkar Færeyingar sem virðast vera lykill að þessu samkomulagi gátu teflt þessa leiki án þess að Íslendingar vissu nokkuð af,“ segir Össur. „Það er margt sem kallar eftir ítarlegum skýringum ríkisstjórnarinnar. Íslendingar virðast hafa verið teknir illilega í bólinu,“ segir Össur. „Í þessari stöðu skiptir miklu máli að menn reyni að brjóta stöðuna til mergjar og nái að standa saman um ábyrga niðurstöðu af hálfu Íslands í málinu. Það skiptir máli jafnvel í þessari sérkennilegu stöðu að trúverðugleiki íslands sé óskertur og að áherslur Íslands og ekki síst sjávarútvegsráðherra um að ákvarðanir okkar byggist á sjálfbærni stofnsins,“ bætir Össur við. Össur segir að Gunnar Bragi Sveinsson muni þurfa að skýra stöðu málsins eins og það blasi fyrir honum á fundi í utanríkismálanefnd síðar í dag. „Utanríkisráðherra þarf að skýra betur ummæli sín um loforð af hálfu ESB og sömuleiðis þarf hann að upplýsa hvað hann á með því að Norðmenn hafi leitið ljóta leiki í málinu," segir Össur Skarphéðinsson að lokum.
Tengdar fréttir Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ hefur áhyggjur af því að veiðar ríkjanna sem hafa náð samkomulagi muni verða langt umfram ráðgjöf vísindamanna. 12. mars 2014 22:30 Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann, segist harma að Ísland hafi ekki verið aðili að samkomulagi sem hefur náðst í makríldeilunni. 12. mars 2014 21:05 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ hefur áhyggjur af því að veiðar ríkjanna sem hafa náð samkomulagi muni verða langt umfram ráðgjöf vísindamanna. 12. mars 2014 22:30
Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann, segist harma að Ísland hafi ekki verið aðili að samkomulagi sem hefur náðst í makríldeilunni. 12. mars 2014 21:05