Erlent

Maður skotinn til bana í átökum í Venesúela

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mótmælendur í San Cristobal.
Mótmælendur í San Cristobal. vísir/afp
Maðurinn sem lést hét Daniel Tinoco og var leiðtogi stúdentahreyfingarinnar í San Cristobal í Venesúela. Hann var skotinn í brjóstið í skjóli nætur aðfararnótt þriðjudags.

Átökin í Venesúela halda áfram að skekja landið og ekkert lát virðist á því.  Tugir eru látnir og hundruðir slasaðir í miklum mótmælum sem virðast harðna frá degi til dags. Stjórnarandstæðingar mótmæla núverandi ríkisstjórn en verðbólgan í landinu er gífurleg, morðtíðnin í landinu er með þeim hæstu í heimi og vöruskortur er mikill.

Yfirvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir óhóflega valdbeitingu gegn mótmælendum og sendi borgarstjórinn í San Cristobal, Daniel Ceballos, frá sér yfirlýsingu þess efnis þar sem notuð eru skotvopn og táragas gegn mótmælendum.

Lítið hefur verið fjallað um málið því venesúelsk stjórnvöld hafa lokað á nánast allt upplýsingaflæði úr landinu og ekki er fjallað um málið í venesúelskum fjölmiðlum.




Tengdar fréttir

Mannfall í mótmælum í Venesúela

Allt er á suðupunkti í Venesúela og mikil mótmæli eru í landinu. Í gær er talið að þrír hafi látist og tugir særst.

Íslendingur í Venesúela segir ástandið skelfilegt

"Á móti okkur stóðu vopnaðir menn og var mikið skotið af þeirra hálfu. Ofbeldið er alfarið af hálfu hersins, ríkisins og ríkislögreglunnar. Þeir ganga hérna berserksgangi, skjóta á blokkir og bíla, skjóta táragasi og gassprengjum um allan bæ.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×