Erlent

Sænskur fréttamaður myrtur í Kabúl

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Horner var 52 ára þegar hann lést.
Horner var 52 ára þegar hann lést. vísir/afp
Nils Horner, fréttamaður sænska ríkisútvarpsins, var myrtur í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun.

Washington Post greinir frá því að Horner hafi setið í bíl ásamt túlki sínum þegar hann var skotinn til bana.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og Talíbanar hafa ekki lýst ódæðinu á hendur sér.

„Hann var goðsögn,“ segir sænski blaðamaðurinn Terese Christiansson. „Einn af okkar allra bestu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×