Erlent

Upptökumaður ljóstrar upp síðustu orðum Steve Irwin

Karl Ólafur skrifar
Justin Lyons, myndatökumaður „krókódílaveiðarans“ Steve Irwin, hefur nú tjáð sig um dauða áströlsku sjónvarpsstjörnunnar í fyrsta sinn. Sydney Morning Herald greinir frá.

Irwin, sem lést 4. september 2006, var við tökur á heimildarmynd um ástralska kóralrifið við Norðaustur Queensland þegar risavaxin stingskata réðst á hann og veitti honum banasár.

Lyons sagði að skatan hefði stungið Irwin margoft á örskömmum tíma. Þó hefði broddur skötunnar ekki brotnað og orðið eftir í líkama Irwins.

„Gaddur skötunnar er sagtenntur, og stakkst gegnum brjóst hans líkt og það væri bráðið smjör,“ sagði Lyons. „Ég bað hann að þrauka, hugsa um börnin sín, gefast ekki upp. Hann leit á mig rólegur og sagði „Ég er að deyja“. Það var það síðasta sem hann sagði.“

Árás stingskötunnar og læknishjálpartilraunir náðust á filmu, en upptakan hefur aldrei verið opinberuð. „Ég veit ekki hvað varð um hana og vona að hún fái aldrei að líta dagsins ljós,“ sagði Lyons.


Tengdar fréttir

„Krókódílamaðurinn" lést eftir árás stingskötu

Ástralski sjónvarpsmaðurinn Steve Irwin, best þekktur fyrir nána umgengni sína við krókódíla og önnur viðsjárverð dýr, lést í nótt eftir árás stingskötu í köfunarferð. Irwin var að gera heimildarmynd um stóra kóralrifið við Norðaustur Queensland þegar atburðurinn átti sér stað.

Stunginn í hjartastað

Ástralski "krókódílamaðurinn" Steve Irwin lést við köfun undan ströndum Ástralíu í dag. Skata stakk hann í hjartastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×