Risastór rotta hræddi sænska fjölskyldu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. mars 2014 12:27 Risarottan var tæpir 40 sentímetrar að lengd. Heimili sænsku Bengtson-Korsås fjölskyldunnar, í Stokkhólmi, fór nánast á hvolf þegar risastór rotta birtist í eldhúsinu. Heimilskötturinn Enok var búinn að vera á vappi í kringum uppþvottavélina á heimilinu og bjuggust fjölskyldumeðlimir við því að mús leyndist þar á bakvið. Þegar Signe Bengtson-Korsås ætlaði að setja rusl í ruslatunnuna sá hún rottuna, sem var 39,5 sentímetra löng - og þá er halinn ekki talinn með. „Ég stökk upp á borð,“ segir Signe í samtali við Aftonbladet. Hún hringdi í eiginmann sinn sem var staddur í útilegu ásamt syni þeirra. „Ég hélt að hún væri að ýkja þegar hún sagði mér hversu stór rottan væri. Svona eins og þegar krakkar sjá köngulær og halda að þær séu stærri en þær eru,“ segir Erik Bengtson-Korsås.Kötturinn hörfaði Signe reyndi eins og hún gat að hræða rottuna, sem byrjaði að rölta út úr skápnum þar sem ruslatunnan var geymd. Rottan virtist eflast við tilraunir Signe og barna hennar og rölti hægt og rólega út á eldhúsgólfið. Kötturinn Enok hörfaði, var hræddur við þessa stóru rottu. Að lokum rölti rottan aftur inn í holu sína.Gildrum komið upp Signe hafði samband við meindýraeyði sem kom samstundis upp nokkrum risastórum gildrum. Seinna sama dag heyrðist smellur – rottan stóra festist í einni gildrunni. En þegar meindýraeyðirinn ætlaði að sækja rottuna kom í ljós að gildran hafði ekki virkað sem skyldi. Rottan hafði einfaldlega tekið gildruna með sér – gekk með hana um hálsinn. Síðar fannst rottan við holuna sína. Gildran hafði þrengst eftir að rottan festi hana á leið sinni í holuna sína.Nagaði sig í gegnum steypu Rottan stóra hafði nagað sig í gegnum spýtur og steypu í leið sinni inn á eldhúsgólf Bengtson-Korsås fjölskyldunnar. Hún hafði nagað í sundur vatnsleiðslur og fleira og ollið töluverðum skemmdum. Fjölskyldunni var að sjálfsögðu mjög brugðið við þessa uppákomu. „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ útskýrir Erik Bengtson-Korsås. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Heimili sænsku Bengtson-Korsås fjölskyldunnar, í Stokkhólmi, fór nánast á hvolf þegar risastór rotta birtist í eldhúsinu. Heimilskötturinn Enok var búinn að vera á vappi í kringum uppþvottavélina á heimilinu og bjuggust fjölskyldumeðlimir við því að mús leyndist þar á bakvið. Þegar Signe Bengtson-Korsås ætlaði að setja rusl í ruslatunnuna sá hún rottuna, sem var 39,5 sentímetra löng - og þá er halinn ekki talinn með. „Ég stökk upp á borð,“ segir Signe í samtali við Aftonbladet. Hún hringdi í eiginmann sinn sem var staddur í útilegu ásamt syni þeirra. „Ég hélt að hún væri að ýkja þegar hún sagði mér hversu stór rottan væri. Svona eins og þegar krakkar sjá köngulær og halda að þær séu stærri en þær eru,“ segir Erik Bengtson-Korsås.Kötturinn hörfaði Signe reyndi eins og hún gat að hræða rottuna, sem byrjaði að rölta út úr skápnum þar sem ruslatunnan var geymd. Rottan virtist eflast við tilraunir Signe og barna hennar og rölti hægt og rólega út á eldhúsgólfið. Kötturinn Enok hörfaði, var hræddur við þessa stóru rottu. Að lokum rölti rottan aftur inn í holu sína.Gildrum komið upp Signe hafði samband við meindýraeyði sem kom samstundis upp nokkrum risastórum gildrum. Seinna sama dag heyrðist smellur – rottan stóra festist í einni gildrunni. En þegar meindýraeyðirinn ætlaði að sækja rottuna kom í ljós að gildran hafði ekki virkað sem skyldi. Rottan hafði einfaldlega tekið gildruna með sér – gekk með hana um hálsinn. Síðar fannst rottan við holuna sína. Gildran hafði þrengst eftir að rottan festi hana á leið sinni í holuna sína.Nagaði sig í gegnum steypu Rottan stóra hafði nagað sig í gegnum spýtur og steypu í leið sinni inn á eldhúsgólf Bengtson-Korsås fjölskyldunnar. Hún hafði nagað í sundur vatnsleiðslur og fleira og ollið töluverðum skemmdum. Fjölskyldunni var að sjálfsögðu mjög brugðið við þessa uppákomu. „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ útskýrir Erik Bengtson-Korsås.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira