Reykjaneshöfn hefur tapað 2,8 milljörðum á fimm árum Haraldur Guðmundsson skrifar 27. mars 2014 08:34 Lóðaúthlutun Reykjaneshafnar í Helguvík hefur nánast stöðvast frá árinu 2008. Vísir/GVA Reykjaneshöfn tapaði 650 milljónum króna á síðasta ári. Fyrirtækið hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum og skuldar nú 7,3 milljarða ,„Skuldirnar hafa sjöfaldast frá árinu 2002 en á meðan hafa tekjurnar verið oftaldar og tapið margfalt meira en áætlanir meirihlutans gerðu ráð fyrir,“ segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Reykjaneshöfn er í eigu bæjarfélagsins og starfsemin fjármögnuð með tekjum af rekstri fimm hafna. Uppbygging svæðisins við Helguvíkurhöfn hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins. Áform um iðnaðaruppbyggingu á svæðinu hafa ekki orðið að veruleika og Reykjanesbær því þurft að endurfjármagna reksturinn með lántökum. Kostnaður vegna þeirra ræður nú úrslitum um afkomu fyrirtækisins. „Það er augljóst að tekjur hafa staðið á sér og fjárfestingin hefur ekki enn borgað sig og menn hafa farið í endurfjármögnun og bera uppi mjög þungan kostnað af þessu. Von okkar og vissa er að um leið og þessi verkefni í Helguvík sem eru á borðinu fara af stað, og ég get nefnt fimm verkefni, muni þetta snúast fljótt við,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann nefnir tvær kísilmálmverksmiðjur, álver, vatnsverksmiðju og glýkólverksmiðju. Í frétt um síðasta ársreikning Reykjaneshafnar á vef fyrirtækisins segir að vonir séu bundnar við að framleiðsla 270 þúsund tonna álvers Norðuráls í Helguvík hefjist á næsta ári. „Meirihlutinn er búinn að lofa álveri síðan 2006 og þessi framtíðarsýn er búin að vera í ársreikningum fyrirtækisins síðan þá. Þetta álver er eins og allir vita eitt stórt spurningamerki,“ segir Friðjón. „Áætlanagerðin öll þessi ár hefur byggst á draumsýn og aldrei staðist og við höfum eytt langt um efni fram og nú stöndum við ekki undir skuldunum. Menn hafa talið gullpeningana í kassann áður en þeir koma og því höfum við þurft að taka yfirdrátt og selja eignir til að bjarga okkur,“ segir Friðjón og nefnir meðal annars fyrirhugaða sölu bæjarins á fimmtán prósenta hlut í HS Veitum. Árni segist skilja gagnrýni á rekstur Reykjaneshafnar. „Þessi gagnrýni hefur verið í tíu, tólf ár en við teljum að það þurfi að fjárfesta til að afla fjár. Þeir sem þekkja til framkvæmda í Helguvík vita að þarna er búið að undirbúa hafnarmannvirki, lóðir og annan aðbúnað svo það verði hægt að taka við stórum fyrirtækjum. Við væntum þess að endurgjöldin kæmu mun fyrr og það hefur verið mjög miður að þurfa að sitja uppi með fjárfestingu í þetta mörg ár án þess að hún sé að skila sér og það hefur verið erfitt fyrir sveitarfélagið að standa undir því.“ Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Reykjaneshöfn tapaði 650 milljónum króna á síðasta ári. Fyrirtækið hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum og skuldar nú 7,3 milljarða ,„Skuldirnar hafa sjöfaldast frá árinu 2002 en á meðan hafa tekjurnar verið oftaldar og tapið margfalt meira en áætlanir meirihlutans gerðu ráð fyrir,“ segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Reykjaneshöfn er í eigu bæjarfélagsins og starfsemin fjármögnuð með tekjum af rekstri fimm hafna. Uppbygging svæðisins við Helguvíkurhöfn hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins. Áform um iðnaðaruppbyggingu á svæðinu hafa ekki orðið að veruleika og Reykjanesbær því þurft að endurfjármagna reksturinn með lántökum. Kostnaður vegna þeirra ræður nú úrslitum um afkomu fyrirtækisins. „Það er augljóst að tekjur hafa staðið á sér og fjárfestingin hefur ekki enn borgað sig og menn hafa farið í endurfjármögnun og bera uppi mjög þungan kostnað af þessu. Von okkar og vissa er að um leið og þessi verkefni í Helguvík sem eru á borðinu fara af stað, og ég get nefnt fimm verkefni, muni þetta snúast fljótt við,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann nefnir tvær kísilmálmverksmiðjur, álver, vatnsverksmiðju og glýkólverksmiðju. Í frétt um síðasta ársreikning Reykjaneshafnar á vef fyrirtækisins segir að vonir séu bundnar við að framleiðsla 270 þúsund tonna álvers Norðuráls í Helguvík hefjist á næsta ári. „Meirihlutinn er búinn að lofa álveri síðan 2006 og þessi framtíðarsýn er búin að vera í ársreikningum fyrirtækisins síðan þá. Þetta álver er eins og allir vita eitt stórt spurningamerki,“ segir Friðjón. „Áætlanagerðin öll þessi ár hefur byggst á draumsýn og aldrei staðist og við höfum eytt langt um efni fram og nú stöndum við ekki undir skuldunum. Menn hafa talið gullpeningana í kassann áður en þeir koma og því höfum við þurft að taka yfirdrátt og selja eignir til að bjarga okkur,“ segir Friðjón og nefnir meðal annars fyrirhugaða sölu bæjarins á fimmtán prósenta hlut í HS Veitum. Árni segist skilja gagnrýni á rekstur Reykjaneshafnar. „Þessi gagnrýni hefur verið í tíu, tólf ár en við teljum að það þurfi að fjárfesta til að afla fjár. Þeir sem þekkja til framkvæmda í Helguvík vita að þarna er búið að undirbúa hafnarmannvirki, lóðir og annan aðbúnað svo það verði hægt að taka við stórum fyrirtækjum. Við væntum þess að endurgjöldin kæmu mun fyrr og það hefur verið mjög miður að þurfa að sitja uppi með fjárfestingu í þetta mörg ár án þess að hún sé að skila sér og það hefur verið erfitt fyrir sveitarfélagið að standa undir því.“
Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira