Erlent

Fengu fréttirnar í smáskilaboðum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Aðstandendur farþeganna eru sorgmæddir og reiðir.
Aðstandendur farþeganna eru sorgmæddir og reiðir.
Aðstandendur farþeganna 239 um borð í vél Malaysia Airlines, sem talin er hafa hrapað í Indlandshaf, fengu smáskilaboð frá flugfélaginu í gær þess efnis að allir um borð væru taldir af.

Skömmu síðar var hluta aðstandendanna tilkynnt það formlega símleiðis og öðrum í eigin persónu á hóteli í Peking.

Uppi varð fótur og fit í fundarherberginu þegar aðstandendur fengu fregnirnar. Einn er sagður hafa strunsað út og hrópað: „Er þetta í alvörunni staðfest? Hver er sönnun ykkar? Við höfum beðið í sautján daga og þið segið okkur þetta. Hvar er sönnunin? Það er rangt að tilkynna þetta svona.“

Kínversk kona féll grátandi í gólfið og öskraði á hjálp frá Kommúnistaflokknum. „Sonur minn, tengdadóttir og barnabarn voru öll um borð. Öll fjölskyldan farin. Ég er örvæntingarfull,“ sagði konan.

Sjúkraliðar aðstoðuðu aðstandendurna og var einhverjum ekið út í sjúkrarúmum. Þá brugðust aðrir ókvæða við og út brutust átök.

Leitinni að flaki vélarinnar hefur verið frestað til morguns vegna ofsaveðurs á  Suður-Indlandshafi.


Tengdar fréttir

Hóta hungurverkfalli vegna flugvélahvarfsins

Aðstandendur kínverskra farþega malasísku farþegaþotunnar sem saknað hefur verið frá því 8. mars krefjast nánari upplýsinga frá yfirvöldum í Malasíu.

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Farþegavél hvarf af ratsjá

Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×