Leitinni að flaki týndu flugvélar Malaysia Airlines hefur verið frestað til morguns vegna ofsaveðurs á Suður-Indlandshafi.
Fimm dagar eru liðnir síðan gervihnattamyndir sýndu hugsanlegt brak úr flugvél í Indlandshafi og telja stjórnvöld í Malasíu það fullljóst að vélin hafi farist í Suður-Indlandshafi með öllum 239 farþegum vélarinnar. Forsætisráðherra Malasíu tilkynnti aðstandendum þetta í gær.
![Fréttamynd](/static/frontpage/images/bakari.jpg)