Miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Barcelona segir Real Madrid vera sterkara en áður með Gareth Bale í sínu liði. Hann segir jafnframt að Barcelona muni ekki breyta leikstíl sínum fyrir El Clásico sem verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld klukkan 20.
Bale hefur verið fljótur að komast inn í lið Real Madrid eftir að hann var keyptur fyrir metfé síðasta sumar. Bale hefur skorað 10 mörk og lagt upp önnur 11 í fyrstu 20 leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni.
„Með hann eru þeir sterkari. Hvort sem það er skot, mörk eða sóknarafl þá gefur hann liðinu mikið og er mjög góð kaup,“ sagði Fabregas um Bale við spænska blaðið Marca.
„Við vitum hvernig á að leika gegn Xabi Alonso, Bale, Karim Benzema og Cristiano Ronaldo. Það er ekkert nýtt. Við sjáum þá daglega og við þekkjum hverja aðra mjög vel.
„Við breytum ekki liðinu en við þurfum að vera hugaðir. Ég vil sjá lið sem sækir og heldur boltanum,“ sagði Fabregas um leikinn í kvöld.
Fabregas: Real betra með Bale
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti