Erlent

42 kíló af gulli og meira en 2 milljónir dollara á heimili fyrrum ráðherra

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Stavitsky er lengst til vinstri á myndinni. VIð hlið hans er Janúkovitsj fyrrverandi forseti landsins.
Stavitsky er lengst til vinstri á myndinni. VIð hlið hans er Janúkovitsj fyrrverandi forseti landsins. VÍSIR/AFP
Eduard Stavitsky, fyrrverandi orkumálaraðherra Úkraínu var handtekinn í gær. Á heimili hans fundust 42 kíló af gulli og bandarískir dollarar.

Enn er verið að telja dollarana að sögn Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem staddur er í Kiev, en í morgun hafði verið talið upp í tvær milljónir.

Stavitsky var ráðherra fyrir héraðsflokk Janúkovitsj. Þingmaður úr flokknum bað þjóðina að fyrirgefa flokknum i sjónvarpsviðtali í gær og að sögn Heimis Más grét hann hálfpartinn. Hann sagði flokksmenn ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikil spilling væri innan flokksins.

Almenningur trúir því tæplega ekki síst eftir að gullið og dollararnir á heimili ráðherrans fyrrverandi komu í ljós.

Héraðsflokkurinn er enn sterkur á þingi og hitti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands nokkra fulltrúa flokksins í morgun.

Úkraína er á lista með spilltustu þjóðum heims og á lista með þjóðum Afríku hvað varðar gegnsæi í stjórnsýslunni samkvæmt samtökum sem mæla spillingu í löndum.


Tengdar fréttir

Móttaka hótelsins gerð að skyndihjálparstöð

"Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn,“ skrifar fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson í pistli á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×