Erlent

ÖSE á leið til austurhéraða Úkraínu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Eftirlitshóparnir, sem telja um hundrað manns, fá þó ekki að fara inn á Krímskaga sem Rússar tóku yfir í síðasta mánuði. Á myndinni er úkraínskur hermaður að gefa hundi.
Eftirlitshóparnir, sem telja um hundrað manns, fá þó ekki að fara inn á Krímskaga sem Rússar tóku yfir í síðasta mánuði. Á myndinni er úkraínskur hermaður að gefa hundi. VÍSIR/AFP
Eftirlitsmenn frá Öryggis og samvinnustofnun Evrópu eru nú á leið til austurhéraða Úkraínu til þess að leggja mat á ástandið.

Mikið hefur verið um mótmæli í héruðunum síðustu vikur þar sem stór hluti íbúanna styður Rússa og vill frekar halla sér að þeim en Evrópusambandinu.

Rússar mótmæltu því að fólkinu yrði leyft að fara inn í héruðin en nú hafa þeir látið af þeirri afstöðu. Eftirlitshóparnir, sem telja um hundrað manns, fá þó ekki að fara inn á Krímskaga sem Rússar tóku yfir í síðasta mánuði og hefur nú þegar verið gerður að hluta af Rússneska sambandsríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×