Mikilvægt að kynna sér ástandið af eigin raun Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2014 10:07 Gunnar Bragi Sveinsson. vísir/kristinn Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er á leið til Kænugarðs til að kynna sér ástandið og greina ráðamönnum þar frá þátttöku Íslands í refsiaðgerðum. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins eru með í för og munu greina frá heimsókninni. Ráðherra mun einnig heimsækja úkraínska þingið og Maidan torg þar sem talið er að allt að 80 manns hafi fallið fyrir skotum leyniskytta í mótmælum almennings gegn stjórn Janukovits fyrrverandi forseta landsins. Gunnar Bragi mun kynna ráðamönnum í Kænugarði afstöðu íslenskra stjórnvalda til yfirtöku Rússa á Krímskaga sem ráðherrann hefur lýst yfir að sé brot á alþjóðalögum og þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum. En Ísland hefur t.d ásamt öðrum EFTA ríkjum slegið á frest fyrirhuguðum viðræðum um fríverslunarsamning við Rússa og þá gilda einnig ferðatakmarkanir sem Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa sett á hóp rússneskra og úkraínskra stjórnmálamanna, embættismanna og viðskiptamanna, sem og um frystingu eigna. Gunnar Bragi ætlar að að kynna sér ástandið af eigin raun. Um borð í flugvél Icelandair til Helsinki, þar sem millilent verður á leiðinni til Kænugarðs sagði Gunnar Bragi að Fyrir utan fundi með ráamönnum stefni hann að því að eiga fundi með fulltrúum frjálsra félagasamtaka og alþjóðastofnana. „Mér finnst mikilvægt að sýna Úkraínumönnum samstöðu á þessum erfiðu tímum," segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra og föruneyti hans er væntanlegur til Kænugarðs um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og hefst hin formlega dagskrá hans snemma í fyrramálið. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er á leið til Kænugarðs til að kynna sér ástandið og greina ráðamönnum þar frá þátttöku Íslands í refsiaðgerðum. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins eru með í för og munu greina frá heimsókninni. Ráðherra mun einnig heimsækja úkraínska þingið og Maidan torg þar sem talið er að allt að 80 manns hafi fallið fyrir skotum leyniskytta í mótmælum almennings gegn stjórn Janukovits fyrrverandi forseta landsins. Gunnar Bragi mun kynna ráðamönnum í Kænugarði afstöðu íslenskra stjórnvalda til yfirtöku Rússa á Krímskaga sem ráðherrann hefur lýst yfir að sé brot á alþjóðalögum og þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum. En Ísland hefur t.d ásamt öðrum EFTA ríkjum slegið á frest fyrirhuguðum viðræðum um fríverslunarsamning við Rússa og þá gilda einnig ferðatakmarkanir sem Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa sett á hóp rússneskra og úkraínskra stjórnmálamanna, embættismanna og viðskiptamanna, sem og um frystingu eigna. Gunnar Bragi ætlar að að kynna sér ástandið af eigin raun. Um borð í flugvél Icelandair til Helsinki, þar sem millilent verður á leiðinni til Kænugarðs sagði Gunnar Bragi að Fyrir utan fundi með ráamönnum stefni hann að því að eiga fundi með fulltrúum frjálsra félagasamtaka og alþjóðastofnana. „Mér finnst mikilvægt að sýna Úkraínumönnum samstöðu á þessum erfiðu tímum," segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra og föruneyti hans er væntanlegur til Kænugarðs um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og hefst hin formlega dagskrá hans snemma í fyrramálið.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira