Blótar spilavítum Willums í sand og ösku Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2014 15:14 Júlíus Þór er reiður vegna frumvarps Willums um lögleiðingu fjárhættuspila: "Hann er örugglega leppur fyrir fótboltatvíburana ofan af Skaga. Þetta er draumur þeirra.“ Eins og Vísir hefur greint frá hefur nú Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagt fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Júlíus Þór Júlíusson framkvæmdastjóri er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hann var áberandi á árum áður í baráttu sinni gegn spilamennsku og spilafíkn. En ekki hefur farið mikið fyrir þeirri baráttu nú á allra síðustu árum. Júlíus segir skelfilegt að menn skuli láta sér detta þetta í hug, að vilja lögleiða fjárhættuspil. „Hafa menn virkilega ekkert annað að gera þarna á þinginu? Þessi maður er veruleikafirrtur. Ég veit ekki hvað honum gengur til,“ spyr hann og segir algerlega fyrirliggjandi að þetta muni auka mjög á djúpstæðan vandann. Júlíus Þór hefur viljað feta þá braut að þrengja mjög lög og reglur um spilamennsku á Íslandi. „Jájá, maður er búinn að standa í þessu í tíu ár að fá þessu eitthvað breytt. Það hefur ekkert gengið. Þó Ögmundur Jónasson hafi haft tækifæri til þess þegar hann var ráðherra.“Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa talað fyrir lögleiðingu fjárhættuspila.vísir/teiturHandbendi fótboltatvíburanna? „Ég held að maðurinn ætti að snúa sér að einhverju öðru. Hann er örugglega leppur fyrir fótboltatvíburana ofan af Skaga. Þetta er draumur þeirra. Koma með þetta í þessu ástandi sem er í þjóðfélaginu?! Fullt af fólki sem er að tapa aleigu sinni. hvað heldur þú að túristar sem hingað eru komnir til að skoða landið sitji inni í reykmettuðu bakherbergi til að spila fjárhættuspil? Það verða Íslendingar sem spila þarna,“ segir Júlíus Þór. Hann telur engan vafa leika á um að rýmri reglur um fjárhættuspil verði til að auka mjög á vanda þeirra sem haldnir eru spilafíkn.Framsóknarmenn áhugasamir um spilamennsku Og Júlíus Þór veltir því fyrir sér hvernig á því standi að Framsóknarmenn séu svona áhugasamir um þetta og rifjar upp þegar Birkir Jón Jónsson þá alþingismaður var gripinn í ólöglegu spilavíti skömmu eftir að hann hafði talað um að hann vildi berjast fyrir lögleiðingu fjárhættuspila. „Hann var gripinn í landhelgi. Spurning hvort hinn stundi þetta líka? Af hverju er hann að koma með þetta frumvarp núna þegar fjölskyldunum er að blæða út. Heldur hann virkilega að þetta verði til að bæta ástandið?“ spyr Júlíus Þór og viðurkennir fúslega að hann verði reiður þegar þetta berst í tal.Djúpstæður vandi spilafíkla Ekki hefur farið mikið fyrir starfsemi Samtaka áhugafólks um spilafíkn að undanförnu. Júlíus segist ekki hafa haft úthald til að halda starfinu vakandi eftir tíu ára baráttu. „Það vill enginn hlusta,“ segir Júlíus sem var þá á frystitogara og gat einhent sér í baráttuna milli túra. Og í útilegum gat hann skrifað og haldið úti heimasíðu. Aðstæður Júlíusar eru ekki þannig að hann geti haldið þessu úti lengur. „Enginn hefur orðið til að taka við kyndlinum, enda vill enginn láta kenna sig við spilafíkn. Því fylgir svo mikil skömm. Jájá, ég er spilafíkill. Það bjargaði lífi mínu að stofna þessi samtök á sínum tíma. Ég þekki þennan vanda vel. Fólk kemur með launin sín um mánaðarmótin, spilar þeim út á einum eða tveimur dögum og er svo á Féló eða betlandi þess á milli. Þetta gerir fólk mánuð eftir mánuð og það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar fólk er búið að spila öllu frá sér er sjálfsvíg,“ segir Júlíus og fullyrðir að fjölmargir hafi svipt sig lífi og það megi rekja til spilafíknar. Vandinn er mikill og djúpstæður. „Ég stóð í spilasölum í mörg ár og sá aldrei neinn koma við hliðina á mér með fjölskylduna til að spila sér til ánægju. Ég hef gefist upp, enginn sem hlustar.“ Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hefur nú Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagt fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Júlíus Þór Júlíusson framkvæmdastjóri er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hann var áberandi á árum áður í baráttu sinni gegn spilamennsku og spilafíkn. En ekki hefur farið mikið fyrir þeirri baráttu nú á allra síðustu árum. Júlíus segir skelfilegt að menn skuli láta sér detta þetta í hug, að vilja lögleiða fjárhættuspil. „Hafa menn virkilega ekkert annað að gera þarna á þinginu? Þessi maður er veruleikafirrtur. Ég veit ekki hvað honum gengur til,“ spyr hann og segir algerlega fyrirliggjandi að þetta muni auka mjög á djúpstæðan vandann. Júlíus Þór hefur viljað feta þá braut að þrengja mjög lög og reglur um spilamennsku á Íslandi. „Jájá, maður er búinn að standa í þessu í tíu ár að fá þessu eitthvað breytt. Það hefur ekkert gengið. Þó Ögmundur Jónasson hafi haft tækifæri til þess þegar hann var ráðherra.“Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa talað fyrir lögleiðingu fjárhættuspila.vísir/teiturHandbendi fótboltatvíburanna? „Ég held að maðurinn ætti að snúa sér að einhverju öðru. Hann er örugglega leppur fyrir fótboltatvíburana ofan af Skaga. Þetta er draumur þeirra. Koma með þetta í þessu ástandi sem er í þjóðfélaginu?! Fullt af fólki sem er að tapa aleigu sinni. hvað heldur þú að túristar sem hingað eru komnir til að skoða landið sitji inni í reykmettuðu bakherbergi til að spila fjárhættuspil? Það verða Íslendingar sem spila þarna,“ segir Júlíus Þór. Hann telur engan vafa leika á um að rýmri reglur um fjárhættuspil verði til að auka mjög á vanda þeirra sem haldnir eru spilafíkn.Framsóknarmenn áhugasamir um spilamennsku Og Júlíus Þór veltir því fyrir sér hvernig á því standi að Framsóknarmenn séu svona áhugasamir um þetta og rifjar upp þegar Birkir Jón Jónsson þá alþingismaður var gripinn í ólöglegu spilavíti skömmu eftir að hann hafði talað um að hann vildi berjast fyrir lögleiðingu fjárhættuspila. „Hann var gripinn í landhelgi. Spurning hvort hinn stundi þetta líka? Af hverju er hann að koma með þetta frumvarp núna þegar fjölskyldunum er að blæða út. Heldur hann virkilega að þetta verði til að bæta ástandið?“ spyr Júlíus Þór og viðurkennir fúslega að hann verði reiður þegar þetta berst í tal.Djúpstæður vandi spilafíkla Ekki hefur farið mikið fyrir starfsemi Samtaka áhugafólks um spilafíkn að undanförnu. Júlíus segist ekki hafa haft úthald til að halda starfinu vakandi eftir tíu ára baráttu. „Það vill enginn hlusta,“ segir Júlíus sem var þá á frystitogara og gat einhent sér í baráttuna milli túra. Og í útilegum gat hann skrifað og haldið úti heimasíðu. Aðstæður Júlíusar eru ekki þannig að hann geti haldið þessu úti lengur. „Enginn hefur orðið til að taka við kyndlinum, enda vill enginn láta kenna sig við spilafíkn. Því fylgir svo mikil skömm. Jájá, ég er spilafíkill. Það bjargaði lífi mínu að stofna þessi samtök á sínum tíma. Ég þekki þennan vanda vel. Fólk kemur með launin sín um mánaðarmótin, spilar þeim út á einum eða tveimur dögum og er svo á Féló eða betlandi þess á milli. Þetta gerir fólk mánuð eftir mánuð og það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar fólk er búið að spila öllu frá sér er sjálfsvíg,“ segir Júlíus og fullyrðir að fjölmargir hafi svipt sig lífi og það megi rekja til spilafíknar. Vandinn er mikill og djúpstæður. „Ég stóð í spilasölum í mörg ár og sá aldrei neinn koma við hliðina á mér með fjölskylduna til að spila sér til ánægju. Ég hef gefist upp, enginn sem hlustar.“
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira