Aurum málinu frestað í nokkra klukkutíma Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2014 10:49 Dómari mun úrskurða um kröfu verjendanna í dag. Vísir/GVA Aurum málinu svokallaða hefur verið frestað til klukkan eitt í dag, þar sem sækjandi og verjendur deila um það hvort rétt sé að tvö vitni gefi skýrslu í gegnum síma, sem og hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni banka skuli gefa skýrslur. Tveir fyrirsvarsmanna félagsins Damas, Nikhil Sengupta og Tawhid Abdullah, gefa að sögn sérstaks saksóknara ekki kost á því að þeir ferðist til Íslands til að gefa skýrslu. Sérsakur saksóknari fer því fram á að þeir gefi skýrslur í gegnum síma.Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar mótmælti því harðlega við aðalmeðferðina í dag, sagði fráleitt að hringt verði í mann sem ekki geti sannað deili á sér og það í sakamáli þar sem ákærðu væru bornir þungum sökum. Í lögum um meðferð sakamála segir að dómari geti ákveðið að tekin verði símaskýrsla af manni ef hann sé fjarri þingstað eða það hefði annars sérstakt óhagræði af því að koma fyrir dóm. En þessari heimild verður þó ekki beitt ef ætla megi að úrslit málsins muni ráðast af framburði þessa vitnis, það verður þá að koma fyrir dóm.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bar því við að hægt væri að sanna deili á mönnunum með því að þeir gæfu upp vegabréfsnúmer sín, en Gestur sagði það ekki myndu sannfæra hann um það að réttur maður gæfi skýrslu. Allir verjendur málsins gera þá kröfu að þessum vitnum verði ekki heimilað að gefa skýrslu í gegnum síma. Dómari málsins mun úrskurða um símaskýrslurnar eftir hádegi í dag. Einnig var deilt um það hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni ættu að mæta í dómsalinn til að gefa skýrslu. Á dagskránni í dag stóð til að þeir Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri og stjórnarmenn bankans til 30. apríl 2007, Þorsteinn M. Jónsson, Katrín Pétursdóttir, Haukur Guðjónsson og Pétur Guðmundsson, stjórnarmenn bankans frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 og Guðmundur Óli Björgvinsson, stjórnarmaður frá 20. febrúar 2008 kæmu fyrir dóminn. Gestur Jónsson gerði einnig athugasemd við að þessir aðilar gæfu skýrslu; þeir þekktu ekkert til þeirra atvika sem væru tilefni ákærunnar, heldur ættu bara að bera vitni um einhvers konar andrúmsloft. Aðrir verjendur tóku ekki afstöðu til þessarar kröfu. Dómari mun einnig taka afstöðu til þessarar kröfu eftir hádegi í dag.Jón Sigurðsson sem sat í stjórn Glitnis frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 sem og Þorsteinn Már Baldvinsson sem sat í stjórninni frá 20. febrúar 2008, munu þurfa að koma fyrir dóminn þar sem samskipti milli þeirra og ákærðu eru meðal gagna málsins. Aurum Holding málið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Aurum málinu svokallaða hefur verið frestað til klukkan eitt í dag, þar sem sækjandi og verjendur deila um það hvort rétt sé að tvö vitni gefi skýrslu í gegnum síma, sem og hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni banka skuli gefa skýrslur. Tveir fyrirsvarsmanna félagsins Damas, Nikhil Sengupta og Tawhid Abdullah, gefa að sögn sérstaks saksóknara ekki kost á því að þeir ferðist til Íslands til að gefa skýrslu. Sérsakur saksóknari fer því fram á að þeir gefi skýrslur í gegnum síma.Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar mótmælti því harðlega við aðalmeðferðina í dag, sagði fráleitt að hringt verði í mann sem ekki geti sannað deili á sér og það í sakamáli þar sem ákærðu væru bornir þungum sökum. Í lögum um meðferð sakamála segir að dómari geti ákveðið að tekin verði símaskýrsla af manni ef hann sé fjarri þingstað eða það hefði annars sérstakt óhagræði af því að koma fyrir dóm. En þessari heimild verður þó ekki beitt ef ætla megi að úrslit málsins muni ráðast af framburði þessa vitnis, það verður þá að koma fyrir dóm.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bar því við að hægt væri að sanna deili á mönnunum með því að þeir gæfu upp vegabréfsnúmer sín, en Gestur sagði það ekki myndu sannfæra hann um það að réttur maður gæfi skýrslu. Allir verjendur málsins gera þá kröfu að þessum vitnum verði ekki heimilað að gefa skýrslu í gegnum síma. Dómari málsins mun úrskurða um símaskýrslurnar eftir hádegi í dag. Einnig var deilt um það hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni ættu að mæta í dómsalinn til að gefa skýrslu. Á dagskránni í dag stóð til að þeir Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri og stjórnarmenn bankans til 30. apríl 2007, Þorsteinn M. Jónsson, Katrín Pétursdóttir, Haukur Guðjónsson og Pétur Guðmundsson, stjórnarmenn bankans frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 og Guðmundur Óli Björgvinsson, stjórnarmaður frá 20. febrúar 2008 kæmu fyrir dóminn. Gestur Jónsson gerði einnig athugasemd við að þessir aðilar gæfu skýrslu; þeir þekktu ekkert til þeirra atvika sem væru tilefni ákærunnar, heldur ættu bara að bera vitni um einhvers konar andrúmsloft. Aðrir verjendur tóku ekki afstöðu til þessarar kröfu. Dómari mun einnig taka afstöðu til þessarar kröfu eftir hádegi í dag.Jón Sigurðsson sem sat í stjórn Glitnis frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 sem og Þorsteinn Már Baldvinsson sem sat í stjórninni frá 20. febrúar 2008, munu þurfa að koma fyrir dóminn þar sem samskipti milli þeirra og ákærðu eru meðal gagna málsins.
Aurum Holding málið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira